Ég hef lent í þessu nákvæmlega sama, og þetta er rosalega erfitt og þreytandi :/
Ég myndi mæla með því að fara að setja stelpuan í pössun bara strax, ekki lengi í einu og ekki á hverjum degi.
Svona aðallega til að venja ykkur báðar við það að vera ekki með hvorri annari alltaf.
Það er eitt það hættulegasta við það að eignast börn að verða of háður þeim, ef þú skilur hvað ég er að fara.
Maður gleymir oft að maður er líka manneskja með þarfir til að umgangast aðra án þess að hafa barnið alltaf með, og ég held að í réttu hófi sé það langbest fyrir bæði móðir og barn.
Ég veit að það er rosalega auðvelt fyrir mig að segja þetta, en ég tala af reynslu, og ég veit hvað þetta getur verið erfitt til að byrja með.
Þannig að reddaðu þér barnapíu sem þú treystir MJÖG vel, (þá líður manni helmingi betur) og drífðu þíg út í smástund, þótt að það sé ekki nema bara að skreppa á rúntinn eða eitthvað, og þá held að ég að um það leiti sem þú ferð að vinna aftur að þá verðið þið báðar komnar á gott ról :)
Gangi þér rosalega vel!! Og láttu okkur endilega vita hvernig þetta gengur hjá þér :)
Kveðja, Zallý