Það getur líka stundum verið reynandi að ignora svona hegðun til að neita barninu um þá athygli sem það sækist eftir með þessum hætti. Þá verður líka að passa upp á að hrósa barninu þegar það sækist eftir athygli með jákvæðum hætti og einnig að veita þeim nægjanlega athygli til að það þurfi ekki að nota þessa neikvæðu aðgerð. Auðvitað á samt ekki að ignora þannig að barnið eða einhver annar hljóti skaða af. Svo finnst mér líka að maður verði að gefa þau skilaboð að þetta megi ekki og segja þá nei, eða þetta má ekki. Hvað er strákurinn þinn gamall? Stundum virka svona “time out” þar sem hann er þá fjarlægðurúr umhverfinu í smá stund, t.d. settur inn í herbergi eða einhvern annan stað (sumir mæla ekki með herberginu svo hann fari ekki að líta á þann stað sem einhvern refsistað). Allavegana er hugmyndin að reyna að koma barninu í skilning um að það fær ekki það sem það sækist eftir með neikvæðu hegðuninni en fær hana þegar það notar jákvæða hegðun. Þá verður maður líka að haga eigin viðbrögðum samkvæmt því.
Hehe já ég veit að það er ósköp einfalt að segja svona en mun erfiðara að eiga við þetta. maður hefur nú sjálfur prófað ýmislegt, en það má reyna. Þessi ignore aðferð hefur virkað á yngri stelpuna mína þegar hún var alltaf að koma fram þegar hún átti að fara að sofa á kvöldin. Við foreldrarnir ákváðum bara að sýna henni svo til enga athygli þegar hún gerði þetta hvort sem hún var vælandi eða ekki (tek fram að ég er ekki að meina að sýna barninu enga athygli þegar það er eitthvað að, bara þegar þetta er svona plain frekja :), hún var bara tekin upp og farið með hana inn í rúm án þess að segja orð við hana trekk í trekk og allavegana núna þá er hún eiginlega hætt þessu. Sér eflaust að það hefur ekkert í för með sér :) (Auðvitað var búið að kyssa hana góða ótt og breiða á og allt það þegar hún var lögð upp í rúm til að byrja með).
Þetta með að börn séu frekust við foreldrana er eflaust eins og ADD segir, þeim stafar ekki ógn af foreldrunum og þau vita nokkurn vegin hvar þau hafa okkur og hvað má ganga langt. Með ömmu og afa eða barnapíuna gegnir kannski öðru máli þar sem þau vita ekki alveg hvað þau mega ganga langt og hvernig viðbrögð þau fá. Eru pínu varkárari með þau :) Svo eflaust fá þau hellings athygli frá barnapíunni og þurfa ekki að nýta sér neinar athyglisaðferðir þar.