Ég hef það fyrir reglu að láta minn gæja ropa á ca 50-80 ml fresti. Ef að hann fer að baula eitthvað þá læt ég upp í hann snuðið, hann ropar alveg þó að hann sé með það upp í sér.
Annars er það líka mín reynsla að hann gleypir minna loft ef að hann er að drekka úr Avent pela, með einnota pokum í.
Ég hef líka orðið vör við það að ef að ég gleymi að láta hann ropa, þá verður hann svo uppþembdur af lofti og fer að rembast eins og rjúpa við staur, og þá vill það oft verða þannig að hann ropar alveg rosalega “fast” og þá gusast hellingur upp með þessu.