Núna ætla ég að tala við ykkur af eigin reynslu. Ég hef gert marga ranga hluti á þessum 16 árum sem ég hef verið hérna á jörðinni. Ég veit að 16 ár eru ekki langur tími til að stúta öllu, en mér tókst það :(
Ég var og er virkilega heimskur, ég leita vandræðin uppi, ég læt þau ekki koma til mín heldur fer ég til þeirra. Þetta er það heimskulegasta sem maður getur gert. Svo í Guðanna bænum krakkar, ekki labba sam veg og ég er að fara, þetta hljómar kanski spennandi og allt það og er það þegar þið eruð að stíga fyrstu skrefin á þessum langa vegi, en eftir því sem þið labbið lengra þá lendi þið í meiri vandræðum. Svo haldið ykkur við að hlýða og ger eins og mamma og pabbi segja, það má vera að ykkur þyki þetta asnalegt, en þau virkilega vita hvað þau eru að segja, ekki gleyma að foreldrar ykkar voru einu sinni ung eins og þið eruð núna. Þegar þið verðið eldri og horfið til baka þá sjá þið að þau höfðu rétt fyrir sér og ef þið hafið farið sama veg og ég sem ég vona ekki ykkar vegna þá sjái þið betur en allir að þau hafa rétt fyrir sér. Einnig vil ég benda ykkur á að það leysir eingan vanda ef þið ljúgið, því lygi kemst oftast upp og þá skapast bara meiri vandræði svo sama hvað þið segið foreldrum ykkar þá eigi þið bara að segja þeim sannleikan og vinna úr honum.
Til foreldar/forráðamanna:
Þegar þið skammið barnið ykkar, ekki vera of hörð á hann/hana. Talið frekar við þau og segið að þeim að þau hafi gert eithvað rangt of gefið þeim humynd um hverjar afleiðingarnar eru. Ef þið öskrið og skammist í barninu/börnunum í hvert skipti sem þau brjóta af sér þá missi þið fljótt tökin og þau hætta að hlusta á ykkur, það er þannig sem samband mitt er orðið við mína foreldra. Þið ættuð frekar að setjast niður með barninu/börnunum ykkar og tala við þau, beitið sálfræðinni á þau, það skilar mikklu betri árangri og samband ykkar helst stert og gott miklu leinug, ef ekki bara þangað annað hvort ykkar fer á vit hins óþekkta. Þannig að ef þið viljið halda góðu og sterku sambandi við börnin ykkar þá eigi þið ekki að skamma og öskra á þau, talið frekar við þau á rólegu nótunum svo þau viti að þið eruð sár, en ekki reið, ef þið eruð allaf reið þá fara börnin að vera hrædd við ykkur og byrja að ljúga að ykkur til að halda sér úr vanda en eru bara að koma sér í meiri.
Takk fyrir að taka þessa gerin til skoðunar, ég vona að báðar um ræddar kynslóðir hafi lært á þessu og vonandi tekið mark á þessu, því ef þið farið svona að þá eru þið að spara ykkur mikið vesen og einnig eru þið að hala fjölskyldunni sama, sterkri og góðri.
Kv. Carrera
Nissan Primera GX ‘97 *búið að henda*