Minningar
Ég sá greinarnar hjá katabeibz, honeynut og klo og mér fannst þetta svo sniðugt að ég bara varð að skrifa niður nokkrar minningarnar mínar.
Þegar ég var 5 ára eignaðist ég bestu vinkonu sem er tveimur árum yngri en ég.
En svo árið sem hún myndi byrja í skóla þá flutti hún í burtu og ég var svo leið að ég gat ekki talað um það heillengi.
Svo flutti hún ekki sama dag og ég hélt og svo dinglaði hún morguninn eftir að við héldum að hún hefði flutt og ég var svo glöð að ég dansaði um allt hús.
————————-
Einhvern tímann þegar ég var svona 6 ára þá vaknaði ég eldsnemma til að fara að leika við bestu vinkonu mína og tvær systur hennar(þríburar) og klæddi mig í kisupeysu og bláar íþróttabuxur. Og svo hljóp ég heim til hennar og þá voru þær að klæða sig í eins kisupeysu og bláar íþróttabuxur.
Og okkur fannst það svo fyndið að við kölluðum okkur fjórburana allan daginn.
————————-
Svo vorum við að gista í fyrsta skipti (6.ára og 4.ára).
Við skiptum um náttföt og staði og létum ekkert sjást í andlitið og ætluðum að plata mömmu.
Svo tókst það og við vorum svo stoltar af okkur að það er ekki eðlilegt.
————————-
Þegar ég var eitthvað svona 7 ára þá var vinkona mín, sem var jafngömul mér, sem bjó á Akureyri að flytja í bæinn.
Hún, bróðir hennar(1. ári eldri) og foreldrar hennar komu í heimsókn og mamma gaf okkur krökkunum sjeik(svona jarðaberja í bleiku boxi, hafið örugglega séð þannig)
En alla vegna…þau voru svona höfðinu hærri en ég og höfðu ekki lyst á öllum ísnum og byrjuðu þá að setja hann ofan í boxið mitt.
————————-
Svo einu sinni voru ég og þessi stelpa að þvílík Eurovision fans(8.ára).
Við sömdum fullt af lögum og fléttuðum einhver bönd sem við ætluðum með í Eurovision og eitthvað þvílíkt.
Svo settum við bönd utan um sólgleraugu þannig að við sáum ekki neitt.
————————-
Svo vildum við einu sinni eignast gæludýr þannig við fórum út og týndum fræin af puntstráum og settum í krukku sem við geymdum inni hjá henni. Svo var komin ógeðsleg lykt og þetta myglaði þannig hún henti því og ég var ekkert smá reið og talaði ekki við hana heillengi.
————————-
Svo sáum við einu sinni að ein sundlaug er með svona skítalag og við byrjuðum að hreinsa það með lyklunum okkar og ætluðum að gera þetta að draumalaug.
————————-
Svo vorum við einhvern tímann að kafa á botninn í sundlaugum til að finna teygjur og svo hlupum við að skila því til varðarins.
————————-
Svo vorum við í sundi(9.ára) og einhverjir gaurar voru að stífla rennibrautina og ég var svo lítil að einn sagði mér að renna á þá til að gá hvort stíflan héldi og ég sagði bara “allt í lagi.” Og svo var ég svo ógeðslega hrædd í brautinni þegar ég var að renna á þá og vinkona mín var búin að lofa að koma að bjarga mér ef eitthvað gerðist og ég öskraði og kom hún þá ekki þjótandi. Og ég var alveg dauðhrædd og þorði varla að fara aftur í rennibrautina heillengi.
————————-
Svo var hún einhvern tímann að borða hjá mér(11.ára). Frænka mín(Tumma) var nýbúin að bjóða okkur í mat og mamma var að segja pabba það og þá sagði 3.ára litla systir mín “Við erum að fara í mat til Tunnu.”
————————-
Svo var hún aftur hjá mér í kaffinu og þá sagði vinur systur minnar(5.ára)
“Ég er hræddur við ókunnuga. Ég bít þá.”
Og þessi stelpa er ekki sú hræðilegasta.
————————-
Svo þegar litla systir mín var nýfædd(ég 8.ára) þá var ég að halda á henni í fyrsta skipti og ég benti á puttana á henni og sagði “Hún er með putta eins og Día”(Día er 92 ára frænka okkar)
————————-
Litla systir mín sem er 5.ára sagði einu sinni “Ég er að gyrða niður um ísinn” (taka utan af honum)
————————-
Hún sagði líka “Trén eru að fara úr fötunum” (fella laufin)