* Ég sagði alltaf dýraffi í staðinn fyrir gíraffi :P
* í suðurlandsskjálftanum þá var ég níu ára og var uppí sveit rétt hjá upptökunum og var að labba með litla frænda mínum frá fjósinu og þá sleppti og þegar skjálftin byrjaði sleppti ég hendini á honum og hljóp skíthrædd í burtu, hann var fimm ára og varð ekki hræddur.
* Ég og frænka mín helltum vatni á smásjá bróðurs mín og þetta var uppá haldsdótið hans. Hún eyðilagðist og hann er eiginlega ekki búin að fyrirgefa okkur.
* Ég var í sumarbústaðnum mínum og mér leiddist svo ég tók flugur og sleit af þeim lappirnar og vængjina og henti þeim svo út um gluggann.
* Þegar mamma mín og pabbi sagði að þau væru að fara að skilja þá leit ég á þau og sagði ´mjög sakleysislega “en ætlið þið þá að afgifta ykkur?”
* Ég og bróðir minn áttum risastóran legokastala og einn daginn leiddist mér og ég ákvað að taka kastalann í sundur og byggja hann upp á nýtt. Þegar ég var búin að rústa honum þá fann ég ekki leiðbeiningarnar.
* Það voru göng á milli herbigji míns og bróðurs míns og ég var alltaf að fara í göngin og skipuleggja “árás” á bróður minn.
* Ég var alltaf foringji stelpnanna í því að gera áras á strákana í fyrsta og öðrum bekk. Svo var ég tekinn til fanga og ég fórnaði annari stelpu svo ég gæti sloppið :P
Man eiginlega ekki eftir fleiru en vonandi var þetta skemmtilegt :D
Deyr fé, deyja frændur,