Foreldrar eru aldrei of gamlir. Ég var að vinna á leikskóla áður en ég fór í barneignarfrí og það er alveg áberandi hvað þau börn sem eiga eldir foreldra eru rólegriog í betra jafnvægi. Ekki svo að segja að ungir foreldrar séu slæmir og geti ekki alið börnin vel upp, en því eldra sem fólk er þegar það fer að eignast börn, því rólegra er það og frekar tilbúið til að gefa barninu sínu af tíma sínum. Það er líka oftar búið að koma sér í góða stöðu í lífinu og þarf ekki eins oft að standa í strögli og hefur því meira eftir til að gefa barninu sínu. Ég er 21 árs og á 2 mánaða gamla dóttur, ég kvíði næsta vetri svolítið því að ég ætla þá að fara í skóla. Ég kvíði þeim tíma alveg hræðilega, þegar ég þarf að sitja heima og læra í stað þess að vera með dóttur minni.
En Prezident ég skil þig. Það er erfitt að bíða. En ef þú elskar konuna þína, þá er það þess virði að bíða þar til allir eru tilbúnir.
Tzipporah