Flestir foreldrar kannast við það að fara með börnin sín í búið, t.d. bónus, hagkaup eða jafnvel b.t.

Þá eiga börnin það til að vilja fá hitt og þetta, kaupa allskonar dót og drasl sem þau sýna síðan kannski ekki minnstan áhuga þegar heim er komið nema í smá tíma.

Sumir foreldrar hafa eiginlega ekki efni á þessari vitleysu og ef þau segja nei þá á barnið þá fer það kannski oft í mikla fýlu og bregst illa við, verður vansælt og með mikil læti á staðnum, foreldrum sínum til mikillar armæðu sem getur orðið misslæm eftir því hvernig barnið lætur.

Það sem mig langar til að vita er hvort einhver hérna lumar á einhverri góðri laus til að bregðast við og/eða meðhöndla svona leiðinda vandamál. Hafi einhverja reynslsögu og hvernig það náði að sigrast á þessu ef það þá tókst. Eitt er víst að börn sem er látið allt eftir eiga eftir að kynnast því síðar meir af mjög sárri reynslu að þau mun ekki fá allt sem þau vilja í lífinu þó að foreldrar þeirra hafi veitt þeim það.

Ég bið aðeins um þroskuð svör takk. Ef einhver vill vera fyndin og koma með eitthvað rugl þá má viðkomandi bara setja það á sorp eða geyma það í sínum haus. Ég hef ekki áhuga á að heyra það.

Með von um góð viðbrögð og umræðu.
Takk fyrir.

Bellator.