Sko.. við eignumst börn.. þau stækka.. verða sæt og góð.. en svo dag einn koma þau heim úr leikskólanum og segja “fokk jú”. Það er alveg ótrúlegt hvað börn eru farin að sletta mikilli ensku inní orðaforðann hjá sér.. Bara koma einn daginn og segja manni að halda kjafti eða ríða afa sínum. Þetta er nefnilega alls ekkert nógu sniðugt sko. Það er bara þannig að unglingar núna tala bara 50/50 íslensku og svo svona “svarta” ensku. Þá meina ég eins og svart fólk talar í bíómyndum.. fokkings moðerfokker o.s.frv. Og þetta festist inn í þessum litlu englaheilum um leið og þeir heyra það því þeir vita ekki betur en að herma alltaf eftir því sem þau heyra. Mér finnst þetta bara alls ekkert nógu sniðugt. Ég meina.. ekki vil ég láta litla englabossann minn enda sem einhvern “rasta” gaur! Þetta bara verður að breytast!
Kveðja, Gizzie.