Leikföng barna
Þannig er nú það að það er til ALLT of mikið af leikföngum fyrir börn. Ekki það að ég hafi nokkuð á móti því að krakkar leiki sér eða neitt svoleiðis.. bara það er til allt of mikið af svona eftirlíkingum. Til dæmis Barbie dúkkur. Það eru til svona 50 dúkkur sem heita kannski Judith og eitthvað svoleiðis en þær eru bara rusl og hendurnar og hausinn bara hrinur af um leið og maður tekur þetta uppút pakkningunni. Það er bara ekkert nógu sniðugt. Af því að það eru margir sem kaupa bara það ódýrasta og oftast nær er það bara ekkert nógu gott og vel hannað. Svo finnst mér líka að það sé allt of margar tegundir af þessu, þá meina ég gerðin eða merkið. Og það er auðvita ekkert allt jafn vel gert og þá velja margir bara ódýrari gerðina en ekki það dýrasta og besta. Það sem ég er að reyna að segja er það, að maður á hreinlega að kaupa það besta fyrir barnið eða börnin sín. Allavega finnst mér það og ég veit um fleiri. Það bara vill svo oft til að ódýrari vara er valin og það kannski bara skemmist eftir viku eða eitthvað og þá verður barnið auðvita óánægt og vill nýtt. Þannig að maður græðir ekkert alltaf á því að kaupa ódýrari gerðir. Þess vegna segi ég: Kaupið frekar aðeins dýrari leikföng og látið þau endast aðeins lengur! Kveðja, Gizzie.