Samskipti foreldra og barna.
Unglingurinn í dag, við getum sagt að hann sé uppreisnargjarn og góður með sig.
Flestir krakkar í dag sem ég þekki rífast gjarnan við foreldra sína dags daglega. Ekki gott. Svo hef ég oft heyrt vini mína rífa kjaft við þá! Segja þeim að þegja, að þeir séu hálfvitar, segja þeim að “fucka” sér og margt fleira.
Ég hef aldrei á ævi minni rifið kjaft við foreldra mína. Ég hef það ekki í mér, þar sem að samband okkar mömmu er mjög sterkt. Við erum nánast eins og bestu vinkonur. Ég treysti mömmu fyrir öllu, segi henni allt sem gerist hjá mér og lýg aldrei að henni, né pabba, ég lýg bara almennt ekki J
Mamma mín talar við mig um allt, ég tala við hana um allt, við tölum saman um allt. Mér finnst persónulega æðislegt að geta treyst mömmu og sagt henni það sem mér liggur á hjarta. Hún hlustar og hjálpar mér, og allir eru ánægðir.
Ég er hins vegar aðeins lokaðri við pabba en segi honum hins vegar það helsta sem gerist og svona, málið er bara að hann vinnur allan daginn og þegar hann er búinn í vinnunni fer hann að veiða. En hann kennir mér á bíl og hitt og þetta sem ég þarf að læra, hefur mjög mikið hjálpað mér í stærðfræðinni í vetur og smá með heimalærdóminn en annars tölum við voða lítið saman, sem mér finnst að ég megi bæta.
En samskipti barna og foreldra nú til dags finnst mér alls ekki vera að ganga sem best.
Dæmi má nefna vin minn sem gerir ekki annað en að rífa kjaft við móður sína og heimtar endalaust peninga og ef hann fær þá ekki verður hann mjög fúll og segir mömmu sinni að hann hati hana eða að hún sé hálfviti. Sjálf gæti ég aldrei sagt mömmu minni að hún væri hálfviti.
Það sem gerir mig og mömmu svo nánar, að ég held, sé hversu mikið við erum saman, við erum sí og æ að hrósa hvor annarri. Ég kem oft heim úr vinnunni og mamma er eitthvað í eldhúsinu að laga mat að ég segi upp úr þurr: vá þú ert búin að grennast :D
Mamma roðnar og segir takk. Mamma segir þetta líka við mig, því að hún veit að ég vil heyra þetta, ég segi þetta við mömmu því að ég veit að hún vill líka heyra þetta en ég segi þetta auðvitað ekki bara til þess að gera hana glaða. Ég segi þetta þegar að ég sé að hún hefur grennst, því mamma er hörkudugleg að hlaupa og fara í leikfimi og ég er stolt af henni J
Mamma hefur oft hrósað mér og við gerum það mjög oft að segja eitthvað fallegt um hvort aðra. Hún er ein af þeim sem hefur hjálpað mér alveg heilan helling með að bæta sjálfstraustið mitt og ég býst við því að ég haldi hennar sjálfsáliti gangandi.
Mér finnst að fólk megi bæta sig aðeins og passa að orðin sem þau nota. Að foreldri segi barni sínu að þegja eða að barnið segi foreldrinu að þegja finnst mér alveg út í hött.
Það þarf aga. Ofdekrun er stórt vandamál hjá mjög mörgum börnum. Vinir mínir fá pening fyrir bíói eða út að borða á meðan að ég vinn mér inn sjálf pening fyrir öllum skemmtunum og öðru. Mér finnst það fínt, þá sé ég bara hvað bíður mín seinna meir í framtíðinni þegar að ég flyt að heiman.
Vá ég er gjörsamlega farin út í allt aðra sögu svo að ég held ég stoppi hérna.
Endilega segir hvað ykkur finnst að megi bæta, hvað sé hægt að bæta í samskiptum við foreldra sín eða börn og bara já, tjáið ykkur um hvað sem er J
Kv. Aqulera