Fyrir um tveimur mánuðum gerðist hræðilegur atburður. Kærasta föður minns missti fóstur. En eitthvað var skrítið við þetta því eins sem ég heyrði var að þetta væri allt mín og litlu systur minni að kenna. Viku eftir að kærastan missti fóstrið lét pabbi okkar flytja inn til ömmu og var frekar og talaði svoldið hvasst við okkur fyrstu 2 vikurnar sem við komum til hans en kærastan er svoldið róleg en verður síðan svoldið mjög hvöss eins og í afmæli frænda minns. Ég hafði enga hugmynd um að hún hafði misst fóstur en svo sýndist sem ALLIR aðrir vissu það og að hún hafði verið ólétt(þegar ég hugsa til baka er það það sem kemur mér fyrst í huga). Ég talaði við hana í afmælinu og sonna og svo allt í einu í miðri veislunni var eins og hún vildi berja mig og lemja. Í erfidrykkjunni (við vorum bara nánustu eða um 15 manns) var ég og yngri sonur kærustu pabba að tala um júróvision og í hvaða sæti við höfðum lent í fyrra, ég sagði við hann að ég heldi að við hefðum lent í fjórða neðsta sætinu svo kemur kærastan úr eldhúsinu beygir bakið pínu fram og hvíslar nokkurnveginn en samt eins og hún sé að öskra “VIÐ LENTUM Í 19. SÆTI” það var þá sem ég hugsaði með mér að ég og systir mín hefðum átt að sleppa því að koma en ég vissi samt að þetta hafði skipt pabba miklu máli að við myndum koma. Þetta er búið að fara svo ílla með mig að ég þori varla að fara til mömmu ömmu minnar sem býr í næsta botlanga við pabba og kærustunar hans.
Mamma mín reyndir að fá mig til að brosa og að þetta sé ekkert mér að kenna þessi mánuður sé hættulegur á meðgöngunni og hún er líka 43ja eða svo og auðvitað er það líka áhættumikið að fara eignast barn á þessum aldri. Það var eins og allir væru að láta mig vita að hún væri ólétt en þegar ég spurði var svarið auðvitar “Nei,auðvitað ekki”. Og mér leið bara helmingi verr á því að hafa spurt. Það sem ég er að reyna að koma á framfæri er að ekki láta þetta bitna á börnunum því þau eiga erfitt með að reyna að skilja þetta og losna við það að þetta hafi verið þeirra sökog finnst þetta vera ALLT þá meina ég ALLT þeim að kenna. Unglingar eiga við miklar tilfinningar að stríða og þegar þetta er bætt ofaná er erfiðara að lifa. Ég er Unglingur og deili þessu með vinkonum mínum og þær segja mér alltaf að hætta að fara til hans. Eins og vinkona mín sagði við mig fyrr í dag að ég átti að segja við hann að ég ætti ekki að fara til hans og þegar ég færi til hans á eftir á ég að segja við hann ÉG VIL EKKI VERA HJÁ ÞÉR EF ÞÚ SEGIR AÐ ÉG SÉ MORÐINGI. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Mér finnst óþæginlegt að vera nálægt honum og þegar ég sé hann rifjast allt þetta upp sem hann sagði við mig og ég reyni að forðast hann eins mikið og ég get. Hann tekur líka af mér símann og ég verð að hafa hann því annars get ég ekki haft samband við vini mína og ég vil vera sem mest með þeim núna í sumar. En best er að hætta núna því þetta er að verða mjög langt. En eitt að lokum: Er það eðlilegt að kenna einhverjum um þegar maður missir fóstur og er það oftast þeirri manneskju að kenna?
Takk fyrir mig og takk fyrir að lesa Bleble…! Auddan
Súkkulaðihjartað <3