Tómstundir og leikir
Hafið þið ekki orðið vor við það að það er mjög lítið að gera fyrir börn á aldrinum 2-5 ára. Það er leikskóli en hvað svo um helgar og þegar það er frí leikskólanum. Færi ekki sniðugt að stofna hreyfinámskeið eða æfingar fyrir þennan aldurshóp. Þau geta svo margt til dæmis klifrað. Hlaupið. Farið í boltaleiki. Þrautakóng og fleira ef það færu til dæmis einhvert foreldri sem hefði áhuga á að hittast með börninn til dæmis á einhverju afgirgtu svæði og leyft þeim að fá útrás innan um fleiri börn t.d. á laugardögum eða sunnudegi frá klukkan 10 til 12 svo geta foreldrarnir gynst og geta farið með börninn í sund eða hvað sem okkur dettur í hug í hvert skipti. Einnig ef það eru einhverjir sem hafa áhuga vinnsamlegast látið salt vita. Við getum svo vonandi fengið til okkar svo seinna Þroskaþjálfa í lið með okkur þegar við sjáum hvað hópurinn verður stór.