Nú þegar jólin eru að fara að ganga í garð, er tilvalið tækifæri til þess að koma hugi.is/bornin í jólaskap.
Mér datt í hug að hvetja ykkur til þess að senda inn greinar um ykkur og börnin ykkar, jafnvel yngri systkyni, og hvernig siðir ykkar eru á jólunum.
T.d. eru þetta fyrstu jól litla stráksins míns, og er alveg gífurleg spenna á bakvið það. Jólatréð á eftir að hverfa undir pakkaflóði, og mikið af jólapappír sem á eftir að vera tættur niður í ekki neitt.
Þetta er nú uppáhalds árstími flestra barna, og leggja þau mörg mjög mikið á sig til að vera þæg og góð til þess að fá í skóinn, og iða í skinninu eftir að fá að opna pakkana.
En án frekari orðalenginga, langar mig enn og aftur að hvetja ykkur til þess að gera þetta áhugamál líflegra, og segja okkur hinum frá jólunum með börnunum ykkar og/eða yngri systkynum.
Með von um góðar viðtökur,
Axelma.