Ég hef verið að huleiða eitt núna upp á síðakastið eða síðan jólamjólkurvörurnar komu. Það er til jólajógurt, jóla kókómjólk, jólasmjör og svo er Nýmjólk og Léttmjólk líka komin í sparifötin. En hvað með undanrennuna? Af hverju fær hún ekki að vera með? Af hverju fær undanrennan aldrei að vera neitt spennandi í útliti? Það eru ekki svona skemmtileg sannleikskorn á henni og ekki einu sinni Gríla fær að príða hana yfir jólin! En mér finnst þetta mjög vitlaust hjá Mjólkurfernuframleiðandanum vegna þess að útlit fernunar gerir mjög mikið fyrir hana á margann hátt. Börn vilja miklu frekar drekka jólamjólkina heldur en þessa venjulegu! Á leikskólanum á Blönduósi kom jólaléttmjólkin mun fyrr en jólanýmjólkin og það varð til þess að börnin neituðu að drekka ,,Venjulegu mjólkina” og vildu bara ,,Jólamjólkina”.
En það eru akkúrat börnin sem eru málið, því miður eru æ fleiri að berjast við aukakílóin og því miður bætast alltaf fleiri og fleiri krakkar í þá deild. Ein laustnin til þess að reyna að sporna við kílóafjöldanum er holt og mjög fitusnaut mataræði. Börn sem hreifa sig nóg og þurfa ekkert að passa línurnar geta vel drukkið nýmjólk og farið svo yfir í léttmjólkina en þau börn sem eru bara einfalega orðin of feit mjög fljót meiga varla við því að drekka nýmjólk vegna þess að fitumagnið er of mikið. Öll erum við sammála um að það sé öllum og þá börnum líka holt að drekka mjólk og neyta mjólkurvörur. Sem betur fer hafa mjólkursamsölurnar framleit heilan helling af hinu og þessu úr blessaðri mjólkinni og þá ættu allir að finna sér eitthvað við sitt hæfi. Það er ekki lengur þannig að maður geti bara neytt mjólkurvara sem innihalda mikla fitu heldur getur maður nú fundið samskonar hluti sem inni halda aðeins minni fitu og mun minni fitu.
En þar sem börnin eiga æ fleiri við þetta heilbrigðisvandamál að stríða finnst mér að mjólkursamsölurnar eigi að koma til móts við þau og gera allar mjólkurfernurnar jafn spennandi svo að börnin finni áhuga hjá sér að neyta innihaldsins. Mér finnst líka að það mætti vera til létt-jólajógúrt vegna þess að þá væri verið að koma á móst við öll börn og reynt að stuðla að hollu, fitusnauðu mataræði fyrir börn sem þurfa þess og hollu mataræði með fitu fyrir þau börn sem þurfa þess. Það eru nefnilega ekki allir eins og þess vegna finnst mér að allar mjólkurfernurnar eigi að fá jólasveina framan á sig ekki bara tvær tegundir. Vegna þess að börn horfa fyrst og fremst á útlitið ekki innihaldið. Mjólk er bara mjólk en ef hún er komin í jólabúning þá er hún mun merkielgri og mun skemmtilegri í þokkabót.
En þetta eru bara mínar hugleiðingar, kannski bara að velta mér upp úr engu? En mér finnst samt að þetta sé eitthvað sem mjólkursamsölurnar ættu að hugleiða.