Vill byrja á því að láta það fylgja um hvað bókin er ef þið þekkið hana ekki.
HANN VAR KALLAÐUR ,,ÞETTA“
Dave Pelzer
Þýðing: Sigrún Árnadóttir
Hann var kallaður ,,þetta” er ógleymanleg frásögn af hrottalegum misþyrmingum á barni - sögð af barninu sjálfu. Með ótrúlegu hugrekki og styrk tókst Dave Pelzer að lifa af andlegt og líkamlegt ofbeldi móður sinnar. Drengurinn bjó við hrottalegar barsmíðar og hungur hjá móður sinni, drykkfelldri skapofsamanneskju sem gerði sér leik að því að kvelja hann með öllum hugsanlegum ráðum og gekk næstum af honum dauðum. Til að bjarga lífi sínu lærði Dave að bregðast við óútreiknanlegum uppátækjum hennar, því að hún leit ekki lengur á hann sem afkvæmi sitt heldur argvítugan þræl; hann var ekki lengur barn, heldur bara ,,þetta“. Þessi nærgöngula og grípandi saga opnar augu okkar fyrir þeim blákalda sannleika að börnum er misþyrmt - og það er á okkar valdi að þar verði breyting á. Bókin hefur notið fádæma vinsælda austan hafs og vestan og selst í stærri upplögum en dæmi eru um. Hún var tilnefnd til hinna virtu Pulitzerverðlauna.
Mig langaði bara að ”tala" um þessa bók. Ég var að kaupa hana í gær (í bónus)Mig langaði svo að lesa hana en það er líka þvílíkur biðlisti á hana á bókasafnið. Svo ég sló bara til og keypti hana á 1300.
Þetta er virkilega ÓGEÐLSEG sama sem hann er að segja frá. Ég átti gjörsamlega ekki til orð. Að foreldri skuli geta gert þetta við sið eigið barn eða bara barn yfir höfuð. Þetta er hrikalegt. Það tók mig ekki nema ca 4 tíma að lesa þessa bók. Þegar ég byrjaði þá gat ég varla hætt.
Ég fæ hrikalegan móral þegar ég þarf að skamma Kristján Sindri þegar hann horfir á mig með þessum litlu saklausu hvolpa augm. Þetta eru svo miklir englar þessi börn að mar getur ekki skammað þau eða gert þeim þetta eins og móðri Dave gerði við hann. Misþyrma því eins og ég veit ekki hvað og meira að segja í 8 ár eða svo. Ég er enn að jafna mig á þessari frásögn. Það lá við að ég færi að gráta við að lesa hana eða berja næsta mann við mig út af reiði. Nei ég segi nú bara svona.
Allavega mig langði bara að segja frá þessari bók. Ég kveð alla til að lesa þessa sögu þó það geti verið erfitt