Ladyblack og betatyr:
Þótt þið séuð 13-14 ára og komnar á geljuskeiðið að þá þarf ekki endilega að þýða að þið þurfið að byrja mála ykkur og ganga í samsettum nærfötum. Ok… Það er alveg ykkar völ. En það þarf samt sem áður ekki að þýða að þið þurfið að losa ykkur við barndóminn strax. Þið eruð svo ungar og eru ekki að missa af neinu skal ég segja ykkur. Þið verðið ekkert þroskaðri með því að “reyna” eldast um nokkur ár. Allt of mikil fyrirhöfn. Ég er 21 árs, á mína íbúð og er búin með stúdentinn og allt það. Og mér finnst stundum ekkert gaman að vera ég og svona fullorðin. Hugsa oft til áranna í grunnskólanum því þar var mjög skemmtilegt og maður hélt miklu meira sambandi við vinkonur sínar þar. Núna er maður of upptekinn í vinnunni og í skólanum, á mest lítinn tíma til að njóta sín. Vera óheftur eins og maður var þegar maður var yngri. Bara ekki gleyma því að þið eruð jú enn börn og þjóðfélagið sjálft setur ykkur algjörlega í þann hóp skiptir engu hvað þið reynið að vera, ekki gleyma hverjar þið raunverulegar eru. Maður gerir líka oft margt sem maður sér eftir þegar maður er einmitt að flýta sér.
En svo eru það nokkrir fróðleikspunktar fyrir ykkur sem eru byrjaðar að ganga í T/G streng og full mála ykkur. Og þetta er engin lygi…Og það þarf ekki að gilda endilega um allar stelpur en þetta hefur gerst og þekki ég nokkur tilvik:
1. Að ganga í G eða T streng oft og mörgum sinnum, þ.e.a.s. sofa í honum og skipta ekki yfir í þessar hefðbundnu nærbuxur getur valdið því að strengirnir myndi sigg hjá skorunni og stundum sár, sár geta valdið sýkingu enda þannig staður. Það er ekki fallegt og hvað þá þá þægilegt. Svo nokkur heillaráð: Ekki ganga bara í streng, skiptið og gangið líka í þessum venjulegu eða boxers, ekki sofa í þeim og reynið að nota þá spari.
2. Akkúrat á þessum aldri að þá er húðin líka enn að þroskast. Þá er hún líka viðkvæmust fyrir ýmsu eins og förðunarvörum. Auk þess mjög líklegt að bólur, fílapennslar og þurrkur myndist í andlitið á þessum aldri og ef þið eruð að farða ykkur að þá er líklegt að þið ýtið undir myndun á bólum o.s.frv. Ef þið viljið vera uppstrílaðar í andlitinu að þá er líka gott að vera með góðar eða viðurkenndar vörur sem taka farða af því hreinsa þarf húðina á hverju kvöldi svo hún nái að anda.
En svona persónulega, það finnst ekkert vera fallegt í dag þegar stelpur í kringum fermingaaldurinn eru að mála sig. Því þær kunna margar ekki að mála sig, mála sig þar af leiðandi of mikið og þær eru eiginlega bara að undirstrika hversu ungar þær eru með því að reyna líta út eins og 20-25 ára stelpur. Það er eina sem fólk hugsar þegar það sér farðaðar stelpur og ég veit að margir strákar á svipuðum aldri og eldri á sama aldri og ég að þeim finnst þetta bara ekkert flott. Ég er ekki að reyna vera móðgandi en það er alveg sannleikskorn í þessu, en þeir hafa sagt að svona mikið málaðar stelpur minni á stúlkur sem þurfa að stunda vændi vegna fátækar erlendis. Og ég hef heyrt meira sem ég ætla ekki að nefna.
Húðin ykkar á þessum aldri er svo fersk að þið þurfið ekkert að vera nota farða.
Hafið bara í huga að þið eruð ekki að gefa réttu ímynd frá ykkur eins og þið viljið að fólk sjái við ykkur….
Kveðja,
cutypie
I´m crazy in the coconut!!! (",)