Það er langt síðan að ég setti inn grein hérna á hugi.is en nú finnst mér ég verði að leggja eitthvað til málanna.
Mikið hefur borið upp á þeirri umræðu hversu feit börn eru orðin hér á Íslandi. Þessi umræða er allsstaðar! Í tímaritum, dagblöðum, í sjónvarpinu og bara you name it.
Ég verð eiginlega að vera sammála því að börn á Íslandi eru orðin of feit. Manni líður hreinlega illa þegar maður sér ung börn sem eiga að vera svo spræk gjörsamlega kjagast áfram undan þunga og offitu. Maður hreinlega vorkennir þessum elskum. En það er nú annað. Börnin gera sér kannski ekki grein fyrir því að þau eru orðin of feit miðað við venjulegan standard. Þau eru börn og líta ekki sig sem einstaklingar sem eru á hættustigi því þau einfaldlega gera sér bara ekki grein fyrir því og ættu ekki beint að þurfa þess. Því spyr ég…. Hvað er að foreldrunum?! Þau eiga að vera haldin ábyrg fyrir þessu því þau eiga að vita betur. Nú ætla ég að gagnrýna það sem ég hef oft og mörgum sinnum orðið vitni af.
Mörg dæmi eru að foreldrar vinni of mikið úti og geti því ekki fylgst með barninu eða tekið á móti því þegar það kemur heim úr skólanum. Yfirleitt eru börnin komin með húslykla og skilin eftir án yfirlits á unga aldri. Það fyrsta sem barnið gerir þegar það kemur heim og þetta á alveg við flest börn, er að fara í kex skúffuna og borða eitthvað súkkulaðikex eða eitthvað annað sem er gott. Börnin “nenna” kannski ekki beint að elda, heldur ekki ætlast til af þeim. Þau sækja bara í það sem þau geta og enginn er til staðar til að banna þeim að éta það.
Annað sem er að, er að börn hreyfa sig ekki nógu mikið. Þau eru keyrð í skólann á morgnana og svo í stað fyrir að leika sér úti með vinunum að þá eru börnin hangandi inni í tölvuleikjum eða glápandi á sjónvarpið. Samt þó aðallega það fyrrnefnda. Mér finnst að sumir foreldrar gætu verið strangari varðandi tölvu- og sjónvarpsnotkun. Engin tölva fyrr en barnið er búið að læra og það verður að minnsta kosti að leika sér eitthvað meira. En aftur að foreldrunum, þeir eru að kaupa þessar tölvur og leikjatölvur fyrir börnin og já auðvitað verður barnið hugfangið af tækinu.
Foreldrar láta stundum líka of oft undan börnum með því kaupa rándýrt leikjatæki því önnur börn eiga líka svoleiðis. Ef svo á að gerast að þá eins og ég sagði, verður að vera einhver regla þannig að barnið verði ekki að einhverri sófakartöflu.
Börn hafa líka of mikið af vasapeningum milli handanna til að kaupa sér sælgæti eða annað ruslfæði. Vasapeningana ætti að spara og því um að gera kenna barninu að spara.
Bæði börn og fullorðnir eru að verða of feit. Íslendingar nálgast að vera með feitustu þjóðum heims og það er ekkert að fara lagast. Skyndibitafæði fæðir þjóðina alla daga. Og það verður að fara passa að verðlauna ekki alltaf börn fyrir allt sem þau gera með því að fara með þau á McDonalds eða Kentucky. Börn verða því oftar matvandari ef það kemst bara í það sem er gott. Vilja ekki borða grænmeti eða það sem er hollt og gott fyrir þau. Og algjörlega að fara minnka nammi, gos og snakkát! Í stað fyrir nammidaga að þá ætti að hafa ávaxtadaga eða bara eitthvað annað en nammi.
Ok… En maður veit líka alveg að offita getur verið ættgeng. Þá fitna börn kannski vegna hægari brennslu eða þess háttar án þess að það sé að borða eða gera eitthvað sem ýtir undir offitu. En svo þeir sem eru matar-og offitusjúklingar…Ættu þess konar foreldrar sem hafa þann galla, að þjást af offitu ekki að reyna að koma í veg fyrir að barnið hljóti sömu örlög? Offitusjúklingur borðar það sem hann vill og girnist í. Pantar t.d. oft pizzu, kemur með djúpsteiktan mat heim og hamborgara og gos alltaf með í kvöldmat… Borðar sætindi og gos milli mála… Er það gott fordæmi fyrir barn? Ef foreldri gerir slíkt að þá mun barnið auðvitað borða það líka og fer að finnast það lagi (eins og foreldranu) að éta sætindi milli mála!!!! Börn sem eru orðin vel feit verða komin með svakalega marga líkamsgalla þegar á fer að líða. Nú þegar eru t.d. dæmi um að börn séu komin með hjartasjúkdóma, astma, magaveiki og hitt og þetta. Ég hef séð barn sem getur varla gengið, ég hef séð barn eiga við öndunarvandamál að stríða, ég hef séð barn með svo þurrt, tætt og skemmt hár, ég hef séð barn með appelsínuhúð á maganum og þjást af bjúg í fótleggjum, ég hef séð barn veikjast oftar þar sem ónæmiskerfið er í ólagi og allt út af offitu, hreyfingaleysis og næringaskorts!
Og ekki skánar það að á ofan allt saman að þá eru feit börn frekar líkleg að verða fyrir einhverskonar einelti frá öðrum börnum. Feitu börnin eru ekki nógu hraust, gefast auðveldara upp í leikjum og Guð má vita hvað annað. Kannski þess vegna verða þau gott target út af því að þau skera sig svakalega úr frá öðrum krökkum sem eiga ekki við offitumál að stríða. Alveg svakalega leiðinlegt því þetta er svo ljótt að leggja einhvern í einelti.
Svo þá kemur að því að barnið sem er of feitt vill ekki fara í leikfimi eða skólasund því þá þarf það að vera nakið eða léttklætt fyrir framan hina í búningsklefanum. Þá fara börnin að stríða og uppnefna barnið ‘fitubollu’. En þá kemur það allra heimskulega. Ok… Maður skilur alveg að barninu líður illa og vilji ekki lenda í óþokkum en þegar foreldrarnir taka til bragðs að fá undanþágu fyrir barnið, að það fái að sleppa leikfimi!? Hvað er málið. Barnið hefur gott að því að hreyfa sig og svo er það tekið af dagskránni. Hvaða hreyfingu fær barnið þá? Ekki er foreldrið að gera eitthvað í því að það hreyfi sig? Það er ekki nema foreldrarnir setji börnin á íþróttanámskeið fyrir þybbin börn.
Það er svo margt sem maður bara fattar ekki í tengslum við þetta. Gæti nefnt margt annað en ég bara hef ekki tíma fyrir það. Vildi bara vekja upp umhugsun þótt svo að þessi grein sé frekar neikvæð en við verðum að opna augun fyrir þessu því þetta er ekkert grín!
Endilega látið heyra í ykkur skiptir engu hvað það er!
I´m crazy in the coconut!!! (",)