Ég var að spá í hvort að einhver hérna væri með einhverjar sniðugar hugmyndir að föndri og afþreyingu fyrir börnin okkar.
Ég kann að búa til leir, en svo bara er ég algerlega hugmyndasnauð :/

En ef að einhver hér veit um eitthvað sniðugt sem hægt er að gera þá má sá hinn sami deila því með okkur :) Við getum alltaf notað góðar hugmyndir.

En það skemmtilegasta sem dóttir mín (3 ára) gerir er að fá að fara í baðkarið í pollagallanum og sulla í 4 skyrdollum … með skyrinu í ..
Ég veit að þetta hljómar hálf furðulegt en hún fílar þetta alveg í botn, drullumallar úr þessu villt og galið :) Þetta er reyndar svolítið sóðalegt, en fyrst að þetta er ofan í baðkarinu þá er þetta í lagi ;D
Svo er bara að skella gallanum í vélina og skola baðkarið og dótið sem hún tók með sér .. mjög auðvelt og hún getur skemmt sér við þetta í svolítinn tíma ..

Ég var líka að spá í hvort að einhver hér væri með Hjallastefnuna í gangi heima hjá sér ? Og þá hvort að það gæfi góða raun ?
Mér nefnilega óar við hvað barnið á mikið dót, er búin að skipta því í þrennt og geymi alltaf 2 hluta niðri í geymslu og skipti þegar að hún er komin með leið á dótinu sem er uppi.
Mér finnst hún frekar leika sér með dót ef það er lítið af því.
Annars er ótrúlegt að sjá hvað bara pottur skál og sleif geta gert mikla lukku.

Kærar þakkir :)

Zaluki
———————————————–