Já vitiði mér datt í hug að skrifa aðeins um einelti…
Hvað er það sem fær fólk til að svoleiðis eyðileggja líf annarra manneksju sem á það engan veginn skilið??
Lenti í því sjálf að vera lögð í einelti öll mín ár í skóla, var nú samt ekkert mikið í barnaskóla en þegar ég byrjaði í gaggó versnaði þetta um meira en helming.
Hver gefur fólki þann rétt að vera svona ógeðslega kvikindislegur?!?!
Verstu árin mín voru í 10. bekk þegar ég lenti í einelti bæði frá nemendum og kennurum…
Dæmi; Einn kennarinn sagði við mig fyrir framan allan bekkinn; Þú ert sjálfseigingjörn frekja! Og honum nægði ekki að segja þetta einu sinni heldur tvisvar og í annað skiptið spurði hann bekkinn af því hvort þau væru ekki sammála sér!
Annað dæmi; Ég sagði við annan kennarann minn að við ættum ekki að vera hugsa til framtíðar því að maður gæti alveg drepist daginn eftir og ættum því að njóta dagsins í dag….. (hver man eki eftir því að hafa hugsað svona á unglingsárunum?) Hún svaraði mér þannig að ég ætti sko að leita mér sálfræðihjálpar því ég ætti sko virkilega bágt!
Þess má geta að foreldrar mínir tóku mig úr þessum skóla 6 vikum fyrir samræmdu prófin þar sem að kennararnir lugu upp á mig til að bjarga sínu eigin skinni upp í opið geðið á foreldrum mínum.
En ég ætlaði nú ekki að fara að röfla um eineltið hjá mér heldur langaði mig að skrifa um það sem elskulega litla systir mín gengur í gegnum núna.
Þess má geta að systir mín er greind ofvirk og með athyglisbrest(er ekki alveg viss á greiningunni) og tekur þarafleiðandi lyf gegn þessu.
Skólinn sem hún gengur í er stórlega ekki að sinna sínu starfi.
Henni hefur verið strítt frá upphafi sem hefur leiðst út í einelti frá hlið drengjanna í hennar bekk.
Ég hef mætt á fund með foreldrum mínum þar sem rætt hefur verið um þessi mál og höfum við í heilt ár fengið það svar að þetta sé sko ekki einelti heldur er það bara svona hvernig strákar eru (boys are boys) og að þeir komi svona fram við alla í bekknum, ekki bara systur mína og málið sé bara að hún taki þessu allt of alvarlega.
Kom meðal annars fram á þessum fundi að við ættum okkar þátt í þessu(fjölskyldan) vegna þess að við sinntum henni ekki nógu vel, hún væri skítug og illa klædd og þareftir götunum!!
Nú get ég fullyrt það að fólk sem þekkir mig og mína fjölskyldu veit það að þetta er alls ekki satt, móðir mín er mjög hreinlát manneskja og leggur mikið mat á það að við séum hreinleg.
Satt er þó að systir mín er ekki voða hreinleg, enda eru ekki allir krakkar snyrtipinnar, sérstaklega ekki 10-11 ára börn.
Hún er soddan strákastelpa sem leikur sér úti í drullunni og hefur ekki fyrir því að þrífa sig, er nokk sama hvernig hún lítur út því að HENNI líður vel svona.
Var okkur bent á það frá ráðgjafa skólans að við ættum að láta hana í bað á hverjum degi og láta hana vera í fallegum og snyrtilegum fötum og þá myndi “stríðnin” (einelti í mínum augum) hætta.
Hann áleit nefnilega að stríðnin væri út frá því hvernig hún væri í útliti, og reyndar minntist á það að hún gerði of mikið úr hlutunum því hún væri ofvirkt barn.
Foreldrar mínir töluðu við systur mína um þetta og ákváðu í sameiningu með henni að prófa þetta í einhvern tíma og sjá hvort þetta myndi lagast.
Ef þið hafið kynnst systur minni þá mynduð þið vita það að þetta var hræðilegur tími bæði fyrir hana og fjölskylduna. Henni leið hreint og beint hryllilega, spurði okkur oft að því af hverju í ósköpunum hún mætti ekki vera eins og hún er og að stríðnin(eineltið) væri bara ekkert betra.
Af öllum þessum fundum höfum við fengið að vita að þetta sé bara hreint og beint ímyndun í systir minni og við þyrftum bara að greiða úr þessum málum með henni.
Barnið hefur neitað að fara í skóla, hefur verið með stressköst yfir því, oföndun og bara hreint og beint hræðslu. Hágrætur ef hún á að fara í skólann því hún veit hvað bíður sín þar.
Allt þetta gerðist á seinasta skólaári og hefur byrjunin á þessu skólaári verið enn verri.
Stressköstin og offöndunin hættu algjörlega í sumar en um leið og skólinn byrjaði þá byrjaði þetta allt aftur, oföndunin er orðin mikið verri og er ekki hægt að vera nálægt henni vegna þess hve þetta er hryllilega skelfileg oföndun. Manni finnst hún vera að kafna.
Skólaárið byrjaði í ágúst og byrjaði hún um leið að kvarta yfir því hversu illa henni liði í skólanum og höfum við gert allt sem í okkar valdi stendur í að fá skólann til að taka í taumana en við göngum alltaf á vegg.
Nú fyrir ca mánuði síðan fór móðir mín og sótti systir mína í skólann og sér þá allt í einu börnin hlaupa inn í kennslustofuna öskrandi; mamma hennar er að koma, mamma hennar er að koma…
Mamma mín gengur inn í 39 manna bekk sem er btw fullorðinslaus á þessu augnabliki og sér að systir mín situr úti í horni hágrátandi.
Við þetta missir mamma mín alveg stjórn á sér og hálfvegis öskrar hvað gangi hér á…
Hún fer heim með systir mína og fær þá útskýringu að einn af strákunum hafi sparkað í hönd systir minnar er hún var að opna hurð og hún gat ekki hreyft höndina.
Ég ráðlagði mömmu minni að fara til læknisins og fá áverkavottorð, þetta væri greinilega eitthvað sem gæti fengið skólann til að opna augun.
Hún fór til læknis og kom í ljós að höndin væri illa tognuð og við fengum áverkavottorð fyrir hana.
Móðir mín hringdi svo í sálfærðing sem hefur verið að sjá um mál systir minnar og krafðist þess að eitthvað yrði gert í þessum málum.
Í byrjun var hún mjög jákvæð og sagði að svona hlutir gengju bara ekki, en um leið og hún hafði samband við skólann kom annað hljóð í hana.
Skólinn kom sökinni yfir á systir mína. Af hverju? Já því að hún er ofvirk, og þá ætti hún alveg örugglega sök á þessu öllu, meina “venjuleg” börn myndu aldrei gera svona! Hún er bara svo ímyndunarveik!
Hún er með bláa marbletti eftir skólann liggur við á hverjum einasta degi, hún lyftir hendinni ekki á móti því hún veit að þá er hún laminn ennþá verr!
Móðir mín talaði við skólann sem sagðist hafa talað við foreldrana og þeir sögðu það meira að segja við systir mína.
Fyrir tilviljun hafði mamma samband við móðir stráksins sem sparkaði í systir mína og kom hún algjörlega af fjöllum, hafði ekkert heyrt um þetta og var bálreið yfir þessu, enda ætti sonur hennar ekki að komast upp með svona framkomu.
Eftir þetta byrjaði mamma að hafa samband við fleiri foreldra sem greinilega hafa aldrei fengið upplýsingar um þetta, þótt þeir héldu því fram. Semsagt skólinn hefur logið að bæði foreldrum mínum og að 11 ára barni!!
Við höfum margoft beðið um fund til að létta undir lífinu hjá barninu en það fáum við ekki, en um leið og skólinn komst að því að við höfðum talað við foreldra barnanna þá var strax boðað til fundar.
Segið mér er þetta ekki algjört misrétti!
Þess má líka geta að systir mín fær ekki að taka þátt í sömu “áhugamálum” og “venjulegu” börnin í bekknum, til dæmis skólaferðir sem er gist yfir nótt.
Þau fóru í skólaferðalag um daginn þar sem átti að gista í hyttum og fara út að borða.
Hún borgar sama gjald en þarf að vera sótt klukkan sex um kvöldið, fær hvorki að gista né að fara út að borða með þeim, en halló hún borgar sama gjald og fær ekkert fyrir það.
Allt út af því að hún er ofvirk! Það er einblínt á það að hún sé ofvirk og þarafleiðandi eigi sök á öllu sem fer úrskeiðis.
Segið mér gera “venjuleg” börn ekki neitt af sér?
Ég get nú ekki annað séð en að ég hafi sjálf verið venjulegt barn sem lenti í einelti af venjulegum börnum, ég er hvorki ofvirk né misþroska né börnin sem lögðu mig í einelti.
Oft á tíðum eru þessi “venjulegu” börn verri í framkomu heldur en systir mín. Ég hef fengið mig fullsadda á þessari framkomu skólans og “lokuðum augum á vandamálið”
Í alvöru, það er greinilega eitthvað að í skólanum þegar barn vill ekki lifa lengur 11 ára gamalt!!
Ég varð bara að koma þessu frá mér, ég nefnilega skil það ekki hvað fær fólk til að vilja eyðileggja líf annarra, ég hef sjálf lent í því og er enn að jafna mig eftir það að verða 22 ára gömul.
“Komdu fram við aðra eins og þú vilt að sért komið fram við þig”