Skrýtinn dómur-skrýtin lög
Héraðsdómur Vesturlands var að sýkna karlmann af þeim glæp að hafa misnotað lítinn pilt frá 1980-86. Málið var víst fyrnt, þrátt fyrir að maðurinn játaði brot sín. Finnst ykkur málið fyrnt? örugglega ekki í augum allra hlutaðeigandi. Hinsvegar er það ekki síður merkilegt að stuðst var við lög sem segja að misnotkun á barni af gagnstæðu kyni sé alvarlegri en - af sama kyni. Það er semsagt ljótur kall sem misnotar stelpu en ekki alveg eins ljótur kall sem misnotar lítinn strák. Common, er ekki allt í orden á þessum klaka? Mér finnst þetta alltsaman Voða-Voða skrýtið mál.