Já, ég var að skoða hérna korkinn Gullkorn, þannig að ég ákvað að senda þetta inn.
Þegar ég var lítil bjó ég í NY, ég var svona tveggja – þriggja ára þegar ég og pabbi og mamma erum að labba úti þegar við sjáum hippa með sólgleraugu sem heldur í asna.
Mamma pikkar í mig og segir, Fanney, sjáðu asnann!
Og auðvitað svara ég um hæl: já, þarna stendur hann með sólgleraugun sín!
Nokkrum dögum eftir að við sáum asnann erum við aftur úti, og pabbi segir að nú skulum við fara að drífa okkur inn. Þá spyr ég,, Nú, þarftu að skíta?”
Svo þegar bróði minn var svona þriggja ára fékk hann tvær plast risaeðlur. Daginn eftir kemur hann stoltur fram og tilkynnir að hann sé búinn að gefa þeim nafn,, Þær heita Róbert og Hálfviti!”
Einhver sem hann þekkti hafði semsagt kallað einhvern annann hálfvita, og hann hélt að það væri bara nafn!
Svo fyrir ári vorum við uppí bústað með litla frænda mínum sem var þriggja ára, fyrir utann bústaðinn voru smá runnar, og undir smá ahrifum af skógardýrinu Húgó, lætur hann okkur öll koma að sofa í frumskóginum, eða einsvo flestir kjósa að kalla það, runnunum.
Svo gerði ég það oft eins og margir krakkar gera, að gefa mömmu að borða ósýnilegan mat, sem var oft kleinuhringur eða einhvað svoleiðis, einn daginn var mamma mjög þreytt og sest í sófann, og um leið rétti ég henni einhvað ósýnilegt.
Hún borðar það auðvitað hugsanalaust og skilur ekkert afhverju ég fer að hágráta. Þegar hún spyr mig út í það segi ég, í miklu tilfiningalegu uppnámi ,,Þetta voru mýs!”
Einusinni vorum við úti í NY, en vorum að keyra út á flugvöll og ætluðum til Íslands að heimsækja ömmu. Við keyrum í gegnum göng og þegar við komum útúr göngunum sé ég rafmagnskofa, komin að hruni rétt fyrir utann veginn og spyr hvort að amma eigi heima þarna.
Þegar við komum til Íslands ætlum við út að borða á veitingastaðinn Pítuna, sem frændi minn, Kobbi átti. Þegar við erum búin að keyra í smá tíma spyr ég ,, Hver er aftur þessi Klobbi á píkunni?”
Jæja, þá er ég búin að telja upp allt sem ég man í augnablikinu, en ég á eflaust eftir að muna meira seinna, en svona á meðan, hvað hafið þið eða fólkið í kringum ykkur sagt svona fyndið?