Fæðingar og Ættleiðingar Góðan daginn, hugarar =)

Núna ætla ég aðeins að fjalla um ættleiðingar og fæðingar.

Það er þannig að ég er farin að taka mikið eftir því undanfarið þegar ég er að tala við stelpur á mínum aldri (ég er 15 að verða 16 ára gömul) um börn og því tilheyrandi, segja þær margar að þær ætli að ættleiða börnin sín því að þær nenna ekki að standa í því að fæða börnin sín.

Þetta er mér alveg óskiljanlegt. Ég get reyndar alveg fullkomlega skilið það að konur ættleiði börnin sín ef þær hafa ekki byrjað á blæðingum eða þá að það sé einhverjir aðrir erfiðleikar hjá þeim, en konur sem eru á blæðingum og geta fætt börn, af hverju eru þær að ættleiða? Það hlýtur að vera skemmtilegri minningar fyrir konur (og náttúrulega mennina þeirra líka) að hafa fætt barnið, þótt það sé sárt, frekar en að ættleiða það. Að sjá barnið sitt, sem maður fæddi sjálfur, sem maður þurfti að berjast fyrir (eða þið skiljið), vaxa og breytast.

Persónulega er mitt ætlunarverk ekki að ættleiða, heldur að fæða barnið sjálf. Sérstaklega því að ég er búin að standa í því árum saman að fá magaverki einu sinni í mánuði vegna blæðinga, og afþví að ég vil það frekar. Ef ég hefði ákveðið það að ættleiða hefði ég frekar vilja sleppa því alveg að byrja á blæðingum, þar sem þær hafa verið að drepa mig þessi ár sem ég hef verið á þeim.

Þetta er náttúrulega bara mín persónulega skoðun, og ég hef enga reynslu á ættleiðingu eða neinu slíku, þetta eru bara svona hugsanir og skoðanir.

En alla vega, leyfið mér að heyra ykkar hugsanir og skoðanir, varðandi þetta mál. Hvort það sé kannski bara í öllum tilfellum betra að ættleiða, eða hvað? Kannski sérstaklega fólk sem er búið að fæða eða ættleiða eða hvernig þið viljið hafa það.

Og svo þið sem viljið ekki fæða börnin ykkar, afhverju viljið þið ekki berjast fyrir að fá barnið í heiminn? Haldið þið ekki að það sé skemmtilegra að eignast börnin sjálf, svona kannski í minningunni alla veganna? Endilega tjáið ykkur og segið ykkar skoðanir.

Kv.
//;Endla.

Ps. Þessi grein er ekki til að móðga neinn, hún er bara til að koma mínum hugsunum á framfæri og svona heyra aðra manna skoðanir á þessu. Skíköst vinsamlegast afþökkuð.
“There's no ”I“ in team. There's a ”me“ though, if you jumble it up”