Ég vil biðja alla foreldra að hugsa um það sem ég hef að segja. Hvernig dettur ykkur í hug að við munum tala við ykkur, ef þið viljið alltaf mótmæla því sem við höfum að segja? Hvernig í andskotanum DETTUR ykkur það í hug!?
Málið er, að foreldri mitt er fúlt út í mig fyrir það að tala aldrei við það. Af hverju ætti ég að gera það? Ég hef heyrt riflildin við önnur systkini mín, og hversu mikið foreldrarnir hafa alltaf rétt fyrir sér. Hafið þið aldrei hugsað út í það að þið getið ekki látið okkur hætta að hugsa um það sem við erum að hugsa!? Af hverju megum við ekki hafa okkar skoðanir, okkar hugsanir án þess að þið mótmælið því öllu og segið okkur að allt sem við vorum að hugsa sé kolvitlaust!!?
Ég er svo reið við foreldra mína, eða að minnsta kosti annað þeirra, vegna þess að þau halda að ég viti ekki neitt eða kunni. Ég á ekki að kunna neitt, ég er svo ung. Ég veit greinilega ekkert hverjum ég á að treysta, hvernig ég á að klæða mig, hvaða fólk er vitlausa fólkið. Ónei, foreldrarnir geta ekki haldið að við vitum fullkomlega hvaða fólk er vitlausa fólkið, hverjum við getum treyst. Hvernig í andskotanum við viljum klæða okkur.
Þið eruð svo hrokafull að þið getið ekki sætt ykkur við það að börnin ykkar eru fullorðnari en þið haldið. Kannski erum við tilbúin til að taka okkar eigin ákvarðanir án þess að þurfa að segja ykkur andskotans allt um það, kannski höfum við samvisku og sál, kannski höfum við þörf fyrir traust og frelsi.
Traustið og frelsið er þó alveg ólýsanlega erfitt að gefa frá sér er það ekki? Ekki gera þetta, þú dregur að þér rangar týpur af fólki, nei þú mátt ekki fara, það er of hættulegt. Búhúhú, ég get hugsað um mig sjálf/ur!!
Það eru sumir unglingar sem ekkert vita í sinn haus, og hafa margsinnis sýnt það, en svo koma þeir unglingar sem aldrei neitt hafa af sér gert og eiga andskotans traustið fullkomlega skilið, en fá það aldrei! Hvernig í andskotanum stendur á því? Getur einhver sagt mér það!? Þið sjáið þetta allt í fréttum og Opruh Winfrey og þá segið þið: Já, þetta er nú ekki nógu gott, þessi gerði þetta, og þá gæti minn gert þetta líka ef ég fylgist ekki nógu vel með honum. Bönnum honum allt svo að hann geri aldrei neitt.
En gettu hvað!! Hann gerir það fyrir frelsi!!