Ég verð að segja að mér er brugðið.
Ég var aldrei þessu vant að horfa á Opruh í sjónvarpinu og þar var verið að ræða kynlíf og unglinga. Aldurinn var 11 ára og upp. Ein stelpan hafði s.s sofið hjá í fyrsta skipti 11 ára og hafði átt 14 mismunandi rekkjunauta fyrir 15 ára aldur. Ég er ekki nunna en þetta fannst mér töluvert mikið. Það sem kom Opruh af stað með þetta umræðuefni var það að 2 13 ára krakkar hefðu verið að stunda munnmök (hún að þjónusta hann) í skóla strætó. Þegar svo þessi börn/unglingar voru spurð hvað þeim þætti um það að stunda munnmök þá sögðu þau að það væri bara eins og að kyssast!! Halló….er ég tepra eða hvað? Mér fannst þetta einhvað svo ömurlegt. Ekkert innilegt við þetta. Nú ég geri mér grein fyrir því að þetta var í Bandaríkjunum og þar geta umræður verið ýktar en ef maður fer á doktor.is og les það sem unglingar eru að skrifa þá er það oft um kynlíf og hlutir sem ég vissi ekki um á þeirra aldri. Ég var 16 ára þegar ég svaf fyrst hjá og það var ekki neitt frábært við það. Það er ekki langt síðan ég lærði hvað það er gott að elska og vera náin manneskju. Þegar maður sér og les svona greinar þá get ég ekki annað sagt en að mér er brugðið.
Tala margir foreldrar við börnin sín um kynlíf? Ég man ekki til þess að þetta hafi verið rætt mikið við mig þegar ég var unglingur. Ég á yngri systur sem byrjaði að sofa hjá 13 ára. Hún endaði á spítala eina nóttina með klamedíu og ónýta eggjastokka.
Það er ömurlegt þannig að ég er eina stelpan af okkur 4 sistkynunum sem er með legið ok. (2 stelpur og 2 strákar.)
Mig langar að vita hvað fólki finnst um þetta. Ég á ekki barn en hef hugsað mér að eignast barn. Mér finnst þetta bara einhvað svo röng þróun í þessum málum. Hvað finnst ykkur? Vitið þið hvort barnið ykkar sé að stunda kynlíf og með hverjum og hvað mörgum? Vita krakkar mikið um sjúkdóma og hvernig þeir smitast? Langaði bara að ræða þetta og sjá hvað er í gangi með krakka og kynlíf. Lesið sumt sem er skrifað á doktor.is umræða og svo unglingar þar er ýmislegt sem mér fannst frekar rosalegt. Líka gaman að fá frá krökkum hvað þeim finnst um kynlíf. Vona að við getum fengið uppbyggilega umræðu um þetta efni því þetta skiptir miklu máli.