Vil nú bara segja að einelti er dauðinn! Veit það af eigin reyslu. Var akkúrat 12 ára þegar ég flutti í annað sveitafélag og þar að leiðandi í annann skóla. Ég var strax lögð í einelti af bekkjasystrum mínum og er ennþá að vinna á því (orðin 21 ára). Það er ekkert að heimilislífi mínu, mamma mín og pabbi eru gift og hafa alltaf verið það eða síðan þau giftust fyrir bráðum 22 árum síðan. Svo á ég einn lítinn bróður sem er ekkert svo óalgeingt, tvö börn og foreldrar eru svona kjarnafjölskylda. En ég var samt lögð í einelti og vitið af hverju? Jú vegna þess að ég var nýja stelpan ekkert út af neinu öðru. Allt annað sem ég sagði, gerði eða klæddist í var bara plúsar fyrir þau og þau notuðu allt sem var hægt að nota gegn mér. Kennarinn fattaði ekkert, ég talaði við skólastjórann og foreldra mína. Mamma mín bjó nánast uppi í skóla en samt gerðist eiginlega ekkert í þessum málum fyrr en ég var nánast búin að vera þarna í 2 ár. En þá eins og ég sagði þá, þau eru farin að venjast mér þarna en þá flutti ég í burtu.
Getur vel verið að vanrægslan hafi eitthvað haft áhryf á þetta allt. En ég veit til þess að til eru heimili hér á Íslandi þar sem börnin ráða því nú eiginlega bara sjálf hvernig baðtímum er háttað og heimilið er kannski ekkert mjög vel þrifið heldur. En þessum börnum er ekki strítt. Þau eru heldur ekki vanrægt af foreldrum sínum, sumir foreldrar eru bara með áherslur á öðru en að fara í bað og svona. Mjög misjafnt eftir heimilum hvernig allt er. Ég bístnast til dæmis alltaf á einum krakka sem ég hitti svona reglugega hvernig hann er alltf klæddur. Foreldrar hans leifa honum að ráða hvernig hann fer klæddur þó svo að hann sé ekkert rosalega gamall, samt kominn á skólaaldur. En hann er svona fáránlega klæddur alltaf og þannig er það bara. Ég brívat og persónulega gæti ekki látið barnið mitt fara út skítugt og ósmekklegur í tauginu en það er bara þannig sem ég myndi gera. Aðrir foreldrar leggja áherslur á allt annað sem ég veit ekki hvað er vegna þess að ég þekki ekki annað en það sem foreldrar mínir hafa gert.
Það má vera að móðirinn eigi einhvern þátt í eineltinu og þar sem allir geta verið sammála um að vannlíðan drengsins út af eineltinu varð til þess að hann hengdi sig þá getur vel verið að móðirinn eigi óaðvitandi þáttöku í því að drengnum leið svona illa? En það er líka segin saga að þeir sem drepa sig vita alveg hvað þeir eru að gera. Alveg sama þó svo að þeir séu bara 12 ára. En til þess að drepa sig þarf maður að vera komin á bottninn í mjög alvalegu þunglindi og það er ekki frábært ástand að vera komin á botnin í því. Maður sér ekki ljós framundann bara myrkur og meira myrkur, manni er alveg sama um sig og finnst maður bara vera byrgði á öllum sem maður umgengst og þá fjölskyldunni sérstaklega. Auðvitað er það oft fjölskyldan sem stoppar mann af en ekkert alltaf. Þessi drengur var búinn að líða mjög illa mjög lengi og þess vegna sá hann ekkert annað úrræði en að drepa sig. Ég ætla ekki að réttlæta það á einn eða annann hátt, það er alltaf hræðilegt þegar fólk tekur líf sitt og er mjög erfitt að komast yfir þann missi hvernig sem hann snertir þig. En mér finnst ekki alveg rétt að móðirinn fái svona mikinn dóm út af þessu. Manneskjunni líður tvímælalaust hörmulega og á að vera með fjölskyldu sinni ekki í fangelsi. Það á að hjálpa fólki úr svona stöðu með því að láta presta, sálfræðinga og annað fagfólk tala við það. Ef einn gengur ekki þarf að finna annann. Þegar foreldri missir barnið sitt á svona hörmulegann hátt þarf að hjálpa því að finna ástæðu til þess að halda áfram með lífið ekki setja það í fangesli. Ef strákurinn hefði verið 18 ára væri hún ekki í fangelsi og við værum ekki að frétta af því í sjónvarpinu. En vegna þess að barnið er bara 12 ára finnst öllum þetta vera móðurinni að kenna. Er það þér að kenna ef barnið þitt drepur sig? Auðvitað kennir þú þér um en það er ekki þér að kenna nema ef þú hafir gert eitthvað til þess að láta barninu líða illa? Kemur það einhvers staðar fram að móðirinn hafi verið vond við börnin sín? Leið börnunum vel hjá móður sinni?
Hef ekkert meira um þetta mál að segja
Kær kveðja
Silungu
Ég er alveg sammála um það að hann hafi framið sjálfsmorð vegna þess að hann var lagður í einelti, en eins og ég sagði í greininni þá fékk hún 10 ára dóm fyrir vanrækslu á barni, ekki fyrir að hafa drepið barnið sitt. Ég er bara að segja sem MÍNA skoðun að hún hafi líka haft einhver áhrif á það að hann hafi framið sjálfsmorð.
En t.d. eineltið á honum var ógeðslegt, að láta hann éta nestið sitt uppúr gólfinu er ekki heilbrigt hjá semsagt þeim sem að lögðu hann í einelti. En reyndar þá verður fólk eiginlega að sjá, eða vera búin að sjá þáttinn til að skilja um hvað ég er að tala. Það er rosalega erfitt að útskýra hluti hérna sem að maður hefur séð og verið “vitni” af, ég er nefnilega ekki að segja eitthvað sem að Oprah sagði, heldur segja það sem ég sá í þættinum. Það voru myndir af heimilinu og það var eins og svínastía og svo voru viðtöl við krakkana í skólanum sem að sögðu frá hvernig eineltið var og hvernig strákurinn var til fara í skólanum. En mér finnst nefnilega soldið eins og fólk horfi framhjá því þegar að ég er að “segja” það hérna á huga hvernig aðstæður voru, en umræðurnar væru um annað ef þið sæjuð þáttinn og myndirnar og viðtölin. Fólk er bara að tala um hverjum þetta er um að kenna og það var alls ekki ætlunin með þessari grein heldur um vanrækslu á barni og einelti. Ég get ekkert sagt allt eins og ég sé bara sú eina sem veit af þessu og þessvegna finnst mér þessi grein vera orðin hálf leiðinleg. Ég get ekkert útskýrt frá þessu máli betur en þetta….
Fólk ætti bara að reyna að finna þáttinn og sjá hann :/
0
Já, náttúrulega varðar vanrægsla á börnum við lög hér og líka annarrs staðar í heiminum. Svo auðvitað hefur vannrægslan á heimilinu farið fyrir brjóstið á öðrum í samfélaginu, sérstaklega þarna í USA þar sem allir eru svo fljótir að kæra og allt mögulegt ef allir gera eitthvað sem þeim finnst ekki vera rétt.
En það er satt hjá þér, maður verður víst að hafa séð þáttinn til þess að geta vita nákvæmlega um hvað er verið að ræða hér og hvað var verið að ræða þar.
0