Sammála öllum varðandi það að láta hana axla ábyrgð, láta hana borga það sem að ekki er hægt að skila.
Ef að hún á ekki pening, að láta hana vinna fyrir því heima.
Hvað lygarnar varðar, þá er að byggja upp traust.
Það er hægara sagt en gert.
Lygar eru oft afrakstur óöryggis.
Farðu að trúa henni fyrir hlutum.
Það er auðveldasta leiðin, þegar að hún finnur að þú treystir henni.
Ekki verða reið þegar að hún lýgur að þér, vertu sár.
Það er svo auðvelt að hrista af sér reiði.
En þegar að einhver verður sár vegna þess að þeim hefur verið misboðið, það er eitthvað sem að er erfiðara.
Trúnaðarsamband þarf ekki að þíða að þú þurfir að segja henni allt.
Og það er mikilvægt að hún skilji að þú sem fullorðin aðilinn átt ekki að segja henni frá öllu.
En það að hún finni fyrir trausti og aðdáun eru lykil atriði.
Ég fór ekki að ljúga og stela fyrr en mér fannst það hvort sem er ekki skipta neinu máli hvað ég gerði.
Ég myndi hvort sem er fá annað hvort enga athygli eða neikvæða, þá var lítið eftir.
Þar sem að ég hafði engu að tapa, þá fór ég að fikra mig smá saman yfir línurnar.
Reyndu að gera eitthvað með henni reglulega, eitthvað sem að hún getur treyst á að sé alltaf þarna,,, þótt að hún kvarti undan því.
Ég vona að þér gangi sem best.
Kveðja
Namo