Eins og nokkrir hérna á huga vita, þá hefur sonur minn aldrei verið mjög góður námsmaður. Þessi skóla önn hefur ekki verið neitt öðruvísi. ýmsar hvatningar aðferðir hafa verið notaðar til að taka á málinu en því miður hefur tilsettum árangri ekki verið náð.

Um síðustu helgi kom í ljós frábært tækifæri. Hann bróður minn, góða sálin sem hann er, hefur ákveðið að hafa persónuleg áhrif á heimin. Hann er á leiðini til bagdad í Írak, í hjálparstarf. Og eins og allir góðir bræður gera, þá sagði ég honum að ég myndi geyma eigur hans á meðan hann er í burtu.

Í gær, kom það fyrir að hann sonur minn labbaði inn í bílskúr og uppgvötaði nýja fjalla hjól bróður míns. Og að sjálfsögðu spurði sonur minn mig um hjólið. ég sagði honum að ef hann mætti eiga hjólið ef hann fengi meira en 7 á prófunum. augu stráksins lýstu up af undrun, ég er nokkuð viss um að hann muni ná þessum árangri.

Sem stendur er þetta mjög gott ástand, svo kallað “win-win situation”. ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að sonur minn verði eitthver ræfill þegar að hann vex úr grasi og hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki lengur kvöldmat að borða þegar að hann fær slæmar einkanir á prófum. Það eina sem ég hef áhyggjur er að í mai, mun sonur minn horfa á frænda sinn koma og taka fjalla hjólið eftirsótta, sem hann er búinn að vinna svo mikið til að fá.

Augljóslega hef ég tvo valmöguleika:

1) ég get fagnað honum fyrir vel unnin störf, en sagt honum að það var aldrei neitt hjól í verð laun. Ég get sagt honum að þetta sé eitt af lexíum í lífinu og að hann ætti ekki að þurfa efnislega hluti, eins og hjólið, til að hvetja hann áfram þegar að það gemur að eitthverju eins mikilvægu eins og námi.

2) eða þá að ég get staðið mið orð mín og keypt handa honum hjólið, og sýnt syni mínum að góð vinna er vel borguð (ef svo má að orði komast) …. en því miður þá á ég ekki peninga fyrir nýju hjóli


þannig að ég spyr. hvað á ég að gera?