Sælir kæru hugarar! :)
Ég og kærastinn minn eigum von á okkar fyrsta barni núna í byrjun júní. Ég er semsagt komin 30 vikur á leið, og mig þyrstir í upplýsingar.
Ég get ekki sagt að ég sé nein alfræðiorðabók um fæðingar eða meðgöngur eða neitt slíkt, nema bara um það hvað ljósmóðirin mín hefur sagt mér (sem er vægast sagt yndisleg kona :).
En ég hef tekið eftir því, að þegar manni eru sagðar fæðingarsögur, þá fær maður alltaf að heyra þessar slæmu. Maður hefur heyrt alveg rosalega ýktar fæingarsögur, og margar líkja þessu við eins og maður sér það í bíómyndunum, en ég á bara svo rosalega bágt með að trúa því að fæðingar séu þannig… það er eitthvað svo.. Dramatískt? Ýkt?
Svo hef ég oft pælt hvort þetta hafi eitthvað með vaxtarlag kvenna að gera? Allavega hef ég tekið eftir því að konur sem eru svipað vaxnar og ég (ég er rosalega nett og fín, og það sést varla á mér. Komin með smá kúlu framan á mig) hafa átt voðalega auðveldar fæðingar o.s.frv. en ég þori auðvitað ekkert að vera að alhæfa neitt um það.
Ég er búin að vera alveg furðulega heppin á meðgöngunni. Svona fyrir utan þessa æðisgengilegu ógleði sem kom þarna upp hjá mér, þá hefur þetta gengið eins og í sögu! Ég hef ekki fengið þennan heimsfræga bjúg, eða bólgnar fætur, eða svona infamous sólgni í hin ýmsa og furðulegasta mat og svona :) Hef bara verið mjög eðlileg og róleg á því, bara fyrir utan svona leyndan kvíða. Sjálf er ég rosalegur kvíðasjúklingur, og þess vegna langar mig einmitt að heyra GÓÐU sögurnar! :)
Auðvitað veit ég að til eru slæmar fæðingar, þar sem allt sem getur farið úrskeiðis bókstaflega gerir það. En þær mæður sem stunda þennan upplýsingavef hérna, mega endilega deila með mér þeirra fæðingasögum, ef þær vilja. Ég myndi allavega vera alveg svakalega þakklát.
Með fyrirfram þökkum,
Axelma.