Ég er dauðhrædd......
Ég er 27 ára gömul og er lengi búin að reyna að verða barnshafandi (u.þ.b. 3 ár)en því miður hefur það ekkert gengið. Ég fór í skoðun hjá kvensjúkdómalækni núna síðast í haust og þá kom í ljós að ég er með legslímuvillu og einhverjar blöðrur í eggjastokkunum. Ég var látin taka primolut og pergotime og athuga hvort að það hjálpaði eitthvað, en ekkert gerðist og við hættum að hugsa um þetta í smá tíma ( manni er alltaf sagt að hætta bara að hugsa um þetta og þá gerist það). En núna er liðinn meira en mánuður síðan ég hafði síðast blæðingar og ég er farin að finna fyrir eymslum í brjóstunum og er strax farin að ímynda mér að ég sé ólétt. En það er eitt sem að hræðir mig alveg rosalega og það er að ég fæ stundum sáran sting í kviðarholið t.d þegar ég hnerra snögglega. Ég las mér til um legslímuvillu á doktor.is og þar stóð að það væru auknar líkur á utanlegsfóstri…… getur það þá verið að ég sé með utanlegsfóstur? Ég þori varla að taka þungunarprófið af ótta við að komast að því að ég sé ólétt og að það sé þá eitthvað að, en svo veit ég að ég verð alveg drullusvekkt ef ég er svo ekki ólétt. Ef einhver hér á huga getur miðlað mér af reynslu sinni að gefið mér góð ráð þá er það rosalega vel þegið. Takk