Eitt er það sem hefur komið okkur mikið á óvart, sem verðandi tvíburaforeldrar, er það hvað það virðist vera lítið um fróðleik að finna um fjölburafæðingar og uppeldi á fjölburum. Þegar við verðandi foreldrar fengum að vita að móðirin gengi með tvö fóstur, þetta var snemma á meðgöngunni, þá kom þetta sem svona net sjokk fyrir okkur. Í framhaldi þá fórum við að leita að eitthverju efni um tvíbura og komumst að því að það er ekkert alltof mikið efni til um fjölbura. Eins og gefur að skilja þá var mest til af efni á ensku bæði á netinu og einnig í bókaformi.
Eina bókin á íslensku sem við fundum var Tvíburar, frá fósturskeiði til fullorðinsára, eftir Guðfinnu Eydal, gefin út af Uppeldi ehf. Sú bók er mjög fín og gefur góða innsýn inn í líf tvíbura og foreldra þeirra. Einnig er í boði námskeið fyrir verðandi tvíbura foreldra. Að ógleymdu vefsíðu tvíburafélagsins www.tbf.is
Það er nú ekki markmið okkar að auglýsa þessar vörur, heldur viljum við aðeins benda verðandi tvíbura foreldrum á að hægt er að fá smá eins af efni um tvíbura á okkar ilhýra máli.
Það væri skemmtilegt ef tvíburar, já eða foreldra þeirra myndu í auknu mæli fara segja frá reynslu sinni, t.d. hvernig það er að alast upp sem tvíburi eða þríburi, hvernig er að ala upp tvíbura.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem við sjáum þá fæðast nokkrir tugir tvíburar á ári hverju.
Ekki má heldur gleyma því að á www.barnaland.is er fullt af tvíbura heimasíðum og það getur verið skemmtilegt að lesa hvernig gengur hjá fólki.
Það er nefnilega alveg tvennt ólíkt að vera með eitt nýfætt barn eða tvö. Faðirinn gegnir miklu meira hlutverki þegar það koma tvö lítil kríli í heiminn.
Með vonum að fá eitthver viðbrögð við þessari stuttu grein,
Kv. Verðandi tvíburapabbi.