Boðskortin eru eitthvað í þessa leið:

(Hogwartsskóli galdra og seiða, (heimilisfang). (Nafn) galdramaður fagnar (aldur) afmælisdeginum sínum!
Kæri/Kæra
Það er okkur ánægja að tilkynna þér að þú hefur hlotið skólavist í Hogwartskóla galdra og seiða.
Önnin byrjar (allar upplýsingar).
Ef þú kemst ekki viltu þá vinsamlegast hringja í muggasíma (símanúmer).
Gott væri ef nemendur hefðu eitthvað af eftirfarandi: GGaldraskikkju, galdrahatt eða töfrasprota.
Hlakka til að sjá þig!
(Nafn)

Svo skreyttiru boðskortin með myndum af Harry Potter og Hogwartsmerkinu.

svo er hægt að fara í ratleik þar sem vísbendingarnar voru úr Harry Potter, t.d. Kofi Hagrids (kofi ef þú átt) eða eikin armalanga (stórt tré!)
Eftir ratleikinn er farið og fengið sér hressingu.
Kakan var gullna eldingin. En þá var boltinn kaka smurð gulu kremi og vængir, kaka skorin sem vængir og smurð með hvítu kremi.
Svo voru saltstangir sem töfrasprotar og litlir gúmmífroskar sem súkkulaðifroskar.
Borðið ef ég að segja eins og er, fannst mér það ofboðslega flott.
Við tókum álpappírsrúllu og strengdum hana yfir þvert borðið. Á álpappírinn límdum við Harry Potter límmiða og ég átti (Harry Potter) pappírsbrúður sem ég dreyfði um allt borðið. Svo voru aðrar veitingar.
Ekki gerðum við meira sem tengdist Harry Potter (ef mig minnir rétt) en afmælisveislan heppnaðist mjög vel.
Takk fyrir mig!
Aparass hugmyndsmiður fyrir afmælisveislur og fleira