Mér finnst vanta í uppeldi sumra krakka að þeir þakki fyrir sig. Ég er ekki að alhæfa, bara tala um það sem ég hef séð í dag. Ég fór í afmæli milli jóla og nýárs. Það var 8 ára frænka mín sem átti afmæli. Ég sagði til hamingju, en hún tók bara pakkann án þess að segja takk, opnaði hann labbandi á leiðinni til mömmu sinnar og lét hana fá það sem í honum var og labbaði svo burt. Ég var stórhneyksluð og hef misst áhuga á að gefa henni gjafir.
Ég á frænku sem var ættleidd 5 ára frá landi langt,langt í burtu. Ég kunni að meta þakklætið frá henni. Það sást greinilega á svipnum á henni, því aldrei átti hún dót þar sem hún var á munaðarleysingjaheimilinu. Þetta er ekki lengur svona hjá henni, hún er það vön að eiga mikið af dóti og finnst það sjálfsagt að fá meira og meira dót. Börning verða bara vön þessu og þetta er ekkert gleðilegt lengur. Er þetta kannski græðgi?
Ég þekki eina þroskahefta móður sem sjálf hefur aldrei þakkað fyrir sig, og maður fyrirgefur það kannski pínulítið af því hún er þroskaheft, en hún á 3 krakka, og ekki er hún að kenna þeim að þakka fyrir sig. Ég gaf einu sinni 2 stelpum hennar litlar bækur í pakka, en það sást á svipnum bæði hjá þeim og mömmunni að þær bjuggust við risastórum pökkum. Það datt niður áhuginn og þær lögðu bækurnar strax frá sér án þess að skoða þær!!! Ég er hætt að gefa þeim jólagjafir. Ég vil bara gefa þeim sem gleðjast og kunna að meta hlutina. Mamman er mjög uppáþrengjandi við mig og er alltaf að reyna að fá mig í heimsókn. Ég er smám saman að slíta á öll þau bönd. Hún heldur að gjöfin frá þeim til mín dragi mig í heimsókn! Halda að gjöf sé eina lokkandi aðferðin til að fá mig!!!! Hún sendi mér sms og sagði: Hvenær ætlarðu að sækja jólagjöfina þína? Ég sagðist vera of upptekin. Hún býst líklega við stórum pökkum til allra á heimilinu frá mér! Nehei, ég keypti lítinn konfektkassa til öryggis ef einhver skyldi koma á aðfangadag, en enginn kom, sem betur fer, því ég á nóg með mína familíu. Hugsið ykkur, að ætlast bara til að fá stóra pakka handa öllum krakkaskaranum! Og þvílíkur krakkaskari! Hún er strax farin að tala um nafn á 4rða barni þó hún hafi engan karl og mun ekki hafa neinn karl í framtíðinni. En ég ætlaði bara að tala um þetta vanþakklæti sem hefur minnkað áhuga minn á að gefa gjafir! Mér fannst alltaf svo gaman að gefa þeim gjafir áður, en ég ætla bara að gefa pínulitla pakka á næstunni.