Unglingar? óþolandi gelgjur eða manneskjur?
Sælir kæru hugarar!
Fyrst vil ég byrja á því að óska ykkur kæru hugarar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs!
Ég var að skoða grein hér á börnin okkar um fordóma gegn unglingum. Ég er sjálf 14 ára gömul reykjavíkurmær nánar tiltekið úr grafarvoginum. Mér langar að deila með ykkur smá sögum af mér…
Ég og vinkona mín vorum í Kringlunni núna í enda oktober. Við höfðum farið í þeim tilgangi að ég var að leita mér að fötum og ætlaði svo að koma daginn eftir með mömmu minni ef mér litist á eitthvað. En ég og vinkona mín fórum í langflestar fatabúðir í kringlunni svo sem Vero Modo, 17, Smash, Mótor, Centrum, Cosmo og fleira. Í þessum fatabúðum var í held ég bara öllum búðunum eða lang flestum allavegana var fylgst með okkur. En bara í svona 1/9 af búðunum var allavegan reynt að vera kurteis s.s spurt af hverju við værum að leita, hvort hún gæti aðstoðað, eitthvað sérstakt í huga og svoleiðis. Í hinum búðunum voru við t.d bókstaflega eltar!
Ég vil taka það fram að hvorug okkar vinkvennana drekkur, reykir, við höfum aldrei stolið úr búðum, erum báðar fyrirmyndarnemedur o.s.f og við röltum bara ósköp venjulega inn í búðirnar og vorum að skoða!
Svo fórum við í líka í ótrúlegu búðina, tiger, aha ogf. Og í einni búðinni var okkur bókstaflega hennt út! Við vorum að skoða gjöf fyrir yngri frænku mína sem er 10 ára og afgreiðslukonan labbaði upp að okkur og sagði “ stelpur ég veit það alveg að þið ætlið ekki að kaupa neitt svo að þið skuluð bara fara út!” ‘Eg veit að kannski tók ég þessu illa en samt! Ég var búin að finna hlut inn í þessari tilteknu búð og ætlaði að kaupa hann en hætti strax við og labbaði út, mér finnst að unglingar eigi ekki að þurfa að sleppa að fara í einvejar tilteknar búðir vegna aldurs þeirra!
Svo er líka annað ég og frænka mín (þessi 10 ára) vorum að fara niðri bæ þar sem (mamma hennar vinnur) í stætó og bílstjórinn fór að rífa kjaft við frænku mína og sagði að hún væri sko ekki 10 ára og að hún ætti að borga unglingagjald (sem ég gerði) en ég tek það samt fram að þessi frænka mín lítur út fyrir að vera eldri…
Ég vil nú samt seigja það að þetta er alls ekki svona í öllum búðum og ekki í öllum þessum búðum sem ég nefndi. Líka vil ég benda á að það að ef að það eru einhverjir unglingar sem gera eitthvað af sér þá eru ALLIR unglingar sem gera eitthvað af sér! Með þessari grein vona ég að þið sem eldri eruð getið einhverstaðar innan í ykkur fundið smá virðingu fyrir okkur unglingana!
Sumir halda kannski bara að þetta sé bara eitthvað nöldur í einhverri gelgju sem hefur ekkert betra við tíma sinn að gera og ég neita því ekki að ég er aveg örugglega gelgja en þó að ég sé gelgja þá finnst mér að það eigi ekki að koma fram við mig eins og smábarn!
Kveðja Snoopygirl