HæHæ :)

ég var að velta því fyrir mér hvað eðlilegur svefn er fyrir 3 og hálfs árs börn!!
Mér finnst dóttir mín sofa svo rosalega mikið hún sefur alveg rúma 12 tíma og það re samt rosalega erfitt að vekja hana á morgnanna og svo oft sofnar hún á daginn ef hún er heima eða bara sofnar um 6 leytið og sefur til morguns.
Er þetta eðlilegt? Ætli henni vanti ekki vítamín eða járn eða eitthvað hún er líka svo rosalega föl og með mikla bauga.

Er einhver hérna sem veit eitthvað um þetta eða hvar ég get fengið upplýsingar :)

Takk :)

Stelpan

P.S hún er alveg rosalega oft veik ss með kvef og hósta og hita…það hefur örugglega líka árhif :)