Hæ öll/allar,
hafið þið sem hafið eignast börn aldrei verið hræddar? Hræddar um að sambandið færi í vaskinn, hrædd um að verða ekki nógu góðir foreldrar..bara allt sem ykkur dettur í hug.
Ég er að ganga í gegnum svoleiðis “fasa” núna…er skíthrædd við að takast einhvern tíman á við foreldrahlutverkið, hrædd við að eiga ekki peninga, hrædd við að segja og gera vitlausa hluti. En samt er ég mest hrædd um að það að eiga börn muni ganga frá mínu annars ágæta sambandi við eiginmann…samt er ég viss um að hann mun verða frábær faðir en samt skil ég svo sem ekki hvað ég er hrædd við.
Svo þessi þrýstingur….að VERÐA að eiga börn af því að við erum bæði innan við þrítugt en hafa samt ekki peninga, tíma eða beinlínis getu og vilja til þess. Einhverja löngun hlýt ég þó að hafa fyrst ég er að spá í þetta á annað borð. En samt ekki…samt er ég bara hrædd og þori ekki að stíga þetta skref.
Æj ég veit ekki hvað ég er að röfla þetta…þetta hlýtur að skýrast á endanum. Þurfti líklega bara að fá smá útrás.
Bestu kveðjur. Ysabel