Þú getur skrifað á rettur@rettur.is og spurt þá eða bara skoðað vefinn
http://www.rettur.is og tékkað hvort þú finnur eitthvað sem hjálpar. Mér sýnist nú að það eina sem skiptir máli í sambandi við sameiginlegt forræði sé að þú mátt ekki ein taka ákvarðanir um hvar drengurinn býr, gengur í skóla, fer í kirkju o.s.frv. heldur verðið þið að vera sammála um það. Ætti samt ekki að skipta neinu máli nema hann fari eitthvað að skipta sér af sem mér sýnist ekki vera ætlunin hjá honum. Annars geturðu farið til sýslumanns og sótt um fullt forræði.
Það er í barnalögum að foreldri hafi skyldu til að rækja umgengnisrétt:
37. gr. Barn á rétt á umgengni við það foreldra sinna er ekki fer með forsjá þess og gagnkvæmt. Foreldri er skylt að rækja umgengni og samneyti við barn og hlíta nánari skilmálum er að því lúta.
Barnalögin geturðu séð öll á
http://www.althingi.is/lagas/nuna/1992020.htmlÉg veit til þess að kona hafi kvartað til sýslumanns vegna lítillar umgengni föðurins við barnið og hafði það í för með sér að öll umgengni var stoppuð á meðan verið var að semja við föðurinn. Málið flæktist í kerfinu árum saman og var sent milli mismunandi sýslumanna og barnaverndarnefnda eftir því hvar faðirinn bjó á hverjum tíma þannig að ég myndi alls ekki mæla með að gera þetta. Það minnkar bara sambandið ef eitthvað er. Þú ættir frekar að reyna að semja við pabbann um meiri umgengni og reyna kannski að höfða til þess að strákurinn þurfi nú að kynnast honum líka. Þú getur t.d. stungið upp á að hann taki strákinn eina eða tvær vikur í sumar þegar hann er í fríi. Það getur líka vel verið að pabbinn fái meiri áhuga þegar strákurinn verður eldri og þeir geta farið að gera meira saman.