Í þessari ritgerð mun ég fjalla um meðgöngu og fæðingu. Ég leitast við að svara neðangreindum spurningum.
1. Hvað er meðgangan löng og hvernig er fósturþróunin?
2. Hvernig er fæðingin?
Fyrsti kafli.
Í þessum kafla verður fjallað um meðgönguna. Fyrsta, annan og þriðja þriðjung.
Meðgangan er u.þ.b 38-42 vikur að lengd, eða um 280 daga.
Meðgöngunni sjálfri er skipt niður í 3 hluta. Þessir þrír hlustar kallast: Fyrsti þriðjungur, annar þriðjungur og þriðji þriðjungur.
Fyrsti þriðjungur eru vikurnar frá getnaði og upp til 13 viku. Annar þriðjungur eru vikurnar frá 14 viku og til 28 viku. Og síðasti þriðjungurinn (þriðji þriðjungur) er frá 29 viku til 42 viku.
Fyrsti þriðjungur:
Nokkrum klukkutímum eftir frjóvgunina á fyrsta frumuskiptingin sér stað. Í kjarna fyrstu frumunnar eru allar upplýsingar um nýju mannveruna eða forrit um hana. 23 litningar frá mömmunni og 23 litningar frá pabbanum sameinast og klofna síðan í tvennt. Þetta er fyrata frumuskiptingin. Eggið vex mjög hratt á 1-13 viku og verður að lítilli manneskju með fætur og hendur og hjarta sem slær. Öll líffæri fóstursins í maganum verða til á fyrstu vikunum. Eggið festist í leginu með smáum totum og eru þær grunnurinn að fylgjunni. Fylgjan stækkar á meðgöngunni og flytur hún súrefni frá mömmunni til fóstursins og úrgangsefni frá fóstrinu til mömmunnar. Blóðrásir mömmunnar og fóstursins blandast ekki saman, þær eru aðskildar með himnum sem hindra að flest skaðleg efni komist frá móðurinni til fóstursins. Það má segja að fylgjan sé vörumarkaður, hreinsistöð og öndunarfæri fyrir fóstrið. En alkóhól og níkótín komast samt í gegnum þessar himnur og geta skaðað fóstrið.
Legvatnið hylur fóstrið allan meðgöngutímann og vex það eftir því sem fóstrið stækkar. Legvatnið verndar fóstrið gegn höggum og sýkingum og einnig lærir fóstrið að kyngja með því að drekka legvatnið. Á áttundu eru allir líkamshlutar til staðar.
Í lok tólftu viku lítur fóstrið út eins og lítil mannvera með stóran haus. Einnig hefur hjartað náð að myndast. Á þrettándu viku ertu tær og fingur búin að aðskiljast. Á 13 viku er fóstrið orðið u.þ.b 75 mm og er um 30 gr. á þyngd.
Annar þriðjungur:
Á 16. viku er húðin hálf gegnsæ og þá auðvitað ljósrauð á lit. Fíngerð hár vaxa um allan líkamann, svo myndast líka augnhár og augabrúnir. Neglurnar hafa vaxið á fingrum og tám. Á 16 viku er svo loksins hægt að greina hvers kyns fóstrið er. Fóstrið er farið að hreyfa sig smá, en ólíklegt er að móðirin finni þessar hreyfingar ennþá.
Núna er legvatnið um 150 ml. Brjóstkassin í fóstrinu hreyfist hreyfist af og til og er alveg eins og það andi þó svo að lungun í fóstrinu séu ekki nógu þroskað til að geta starfað.
20 vikan ber margt í skauti sér. Mæðurnar sem ganga með fóstur í fyrsta sinn byrja að finna hreyfingar á 19. viku en þær mæður sem hafa áður átt barn fara að finna mun fyrr hreyfingar í maganum sínum, eða á um það bil 17 viku, kallast þetta stundum fyrsta lífsmarkið. Megnið af vökvanum sem er umhverfis barnið er núna í hámarki sem veldur því að barnið á ekki í erfiðleikum með að hreyfa sig og getur t.d farið auðveldlega í kollhnís
Hreyfingarnar eru ekki mjög sterkar til að byrja með og oft er móðirin ekki viss um að þetta séu hreyfingar í alvöru. Núna er barnið farið að þróa með sér að hreyfa puttana. Hreyfingunum hefur oft verið lýst á þá vegu að það er eins og það séu fiðrildi í maganum eða loftbólur. En hreyfingarnar aukast mjög hratt og verða mun meiri með hverjum deginum. Fóstrið þarf vökva til að geta haldið áfram að lifa og því drekkur það legvatnið sem umlykur það og svo sjá nýrun um að framleiða þunnt þvag. Núna hefur fóstrinu tekist að vera stærri en fylgjan á þessu stigi. Nú eru hárið á höfðinu byrjað að vaxa og eru raddböndin fullþroskuð. Ef barnið er stúlka byrjar leg hennar núna að þroksast.
24 vikan. Fóstrið er núna orðið um tvær merkur eða u.þ.b 500 grömm. Líkaminn er mjór og húðin er hrukkótt útaf því að fitumyndun hefur ekki hafist, en nú loksins byrjar fitumyndunin smátt og smátt undir húðinni.
Augnlokin eru ekki samvaxin lengur en samt alveg lokuð. Kirtlarnir í húðinni byrja núna(eins og áður kom fram) að mynda fósturfituna sem fer þá að vernda fóstrið í þessu mjög svo raka umhverfi. Hreyfingarnar eru núna orðnar mjög kröftugar. Legvatnið gerir núna fóstrinu kleyft að hreyfa sig eins og því sýnist.
25 vikan. Núna geta nasir barnsins opnast og þessvegna er barnið byrjað að æfa öndunaræfingar. Barnið getur einnig heyrt hljóð utanfrá eins og t.d tónlist og raddir.
28 vikur. Fóstrið hefur nú þyngst tölvert og er nú um 4 merkur eða um 1 kg. og hefur núna mjög svo góða möguleika að lifa ef það yrði frumburður og myndi fæðast fyrir tímann. Fósturfitan er nú orðin það mikil að hún hylur allan líkamann. Núna fær fóstrið af og til hiksta en það er aftur á móti vatn í stað lofts sem fer um öndunarveginn núna.
30 vikur. Barnið stækkar ört og því er nú húðin, sem var eitt sinn krumpuð er nú orðin mun sléttari. Bæði fósturfitan(vernix) og ullarhárið sem var á fóstrinu(lanugo) fer smátt og smátt að hverfa.
Þriðji þriðjungur
32 vikur. Hlutföll bols og höfuðs eru nú eigilega þau sömu og hjá fullburða barni. Lungun hafa þroskast sl. 4 vikur og taka núna út þroksa næstu vikurnar. Fóstrið þyngist alltaf og þyngist og er núna u.þ.b 1900 grömm og legvatnið er núna um 1 lítra. Fylgjan er núna um 450 grömm.
35 vikur. Núna eru lungun nánast fullþroskuð. Núna er fóstrið orðið 45 cm ef mælt er frá höfði að tám og vegur nú um 2550 grömm.
36 vikur. Nýrun eru nú fullþroska og lifrin byrjar nú að vinna. Ef fóstrið er strákur eru eistun nú kominn ofan í punginn. Á þessum tíma fer fóstrið með höfuðið sitt niður í grindina og skorðar sig þar. Aldrei hefur tekist að skilja hvers vegna fóstrið fer í þessa stöðu en hugsanleg ástæða þess er að höfuðið er þyngsti hlutann og það er meira pláss núna fyrir fæturnar í þessari stöðu. Þetta er einnig mjög hentug staða til að koma í heiminn. Á þessum vikum safnar fóstrið mestri fitu og stækkar og bætir á sig u.þ.b einni mörk á viku eða um 250 grömmum. Á þessum vikum fær fóstrið mikilvæg mótefni frá móðurinni en þau verja barnið eftir fæðingu ásamt brjóstamjólkinni.
40 vikur. Núna er lengd barsins um 48 cm frá höfði að tám og vegur að meðaltali um 3400 grömm við fæðinguna. Algengast er að konur fæði þegar 41 viku er náð.
Annar kafli.
Fæðingin.
Fæðingin skiptist í þrjú stig, útvíkkunarstig, rembingsstig og fylgjustig.
Fæðingin hefst oftast eftir 38-40 vikna meðgöngu. Það er ekki vitað hvað kemur fæðingunni af stað en það er talið að fylgjan eða fóstrið sjálft gefi frá sér einhverskonar hormón sem byrjar fæðinguna. Í upphafi fæðingunnar víkkar leghálsinn. Fóstrið ýtir á oftast með höfuðið fyrst.
Á útvíkkunarstiginu er talað um 1-10 stig og er þá átt við opnun leghálsins úr örfáum millímetrum í 10 cm. En hríðarnar fara yfirleitt rólega af stað frá u.þ.b 20 mínútna millibili niður í örfáar sekúndur. Í sumum tilfellum byrjar fæðingin á því að legvatnið fer og byrja hríðirnar fljótlega eftir að legið fer, legvatnið fer þegar himnurnar rifna. Það er mjög misjafnt hversu langur tími líður þar til að hríðir byrja eftir að legvatnið fer. Á rembingsstigi er útvíkkunin lokið og getur móðurin byrjað að rembast með hríðunum og hjálpað leginu að þrýsta barninu út. Fóstrið pressast út gegnum leggöngin, út úr líkama móðurinnar. Höfuð barnsins kemur yfirleitt fyrst út, næst öxlin. Barnið allt kemst auðveldlega í heiminn eftir það. Mælingar sýna að magn stresshormóna í blóði fósturs benda til þess að fæðing sé mesta álagið sem maður verður fyrir. Barnið er fætt, og nýtt líf er hafið, því með fyrsta öskrinu hefst öndunin. Á þessu stigi er naflastrengurinn klipptur. Á fylgjustiginu losnar fylgjan frá legveggnum skömmu eftir að barnið fæðist og finnur konan fyrir smá rembingsþörf og fylgjan kemur út.
Lokaorð
Hér að framan hef ég fjallað um meðgöngu og fæðingu. Meðgangan er flókið fyrirbæri og er margt sem gerist í henni á 9 mánuðunm. Allt frá getnaði og til fullþroska fósturs þróast einstaklingur og bíður þess að fæðast. Það er mikil átök þegar loksins fæðingin hefst fyrir móður og barn og er það kraftaverk í hvert skipti sem barn fæðist!
Heimildaskrá
Heimasíður fyrir börnin, http://www.barnaland.is/ margar síður, frá viku 1-41.
Maðurinn. Líkaminn í máli og myndum. Reykjavík. Örn og Örlygur, 1985. Bls. 100-105.
Meðgöngusíðan, http://www.islandia.is/~bring/mgs.htm Kaflinn um meðgöngu.
SUuup