Tónlist og Börn
Í gærkvöldi var ég í einhverju rólegu skapi og ákvað að setja þann virðingarverðan mann Megas á fóninn, en endaði ekki með að slaka á heldur gjörsamlega missa alla virðingu sem ég hef fyrir þeim tónlistarmanni eftir að hafa heyrt lagið “litlir sætir strákar”. Ég skrifa þessa grein því ég vil vekja fólk til umhugsunar um það að, að það ætti ekki að vera ásættanlegt að upphefja barnaníð eins og gert er í þessu lagi, ég skil ekki af hverju þetta lag fékk að líta dagsins ljós. En það er tjáningarfrelsi á Íslandi, en á það að þýða að hægt sé að styðja ólögleg athæfi með tjáningarfrelsi sínu? Þegar Megas fær sín verðlaun er þetta lag vandlega falið, ég get ekki séð hvernig siðferðislegt nútímaþjóðfélag getur upphafið tónlistarmann sem upphefur ofbeldi af versta tagi. Eflaust segja margir að þetta sé húmor, en þegar höfundurinn er virtur tónlistarmaður en ekki þekktur fyrir að vera sértaklega fyndinn þá get ég ekki flokkað þetta sem eitthvað djók. Fyrir utan það er bara sumt sem maður djókar ekki með. Þeim sem finnst þetta ekkert tiltökumál eru eflaust ekki í hópi ástkærra foreldra sem bera umhyggju fyrir börnum sínum. Sem móðir get ég ekki ímyndað mér hvað ég ætti að segja við strákinn minn ef hann heyrði þetta lag og færi að spyrja út í textann… Ég var að hugsa um að birta fyrsta erindi hér, en er hrædd um að grein mín yrði ekki birt ef ég geri það.