Ég hef verið að velta því fyrir mér af hverju foreldrar gera stundum svona miklar kröfur til barnana og svo fleiri ættingjar líka eða halda áfram að röfla um eitt hvað sem þau gerðu og vilja ekki að þú gerir.
Ég er nefnilega að kljást við smá vandamál. Það er nefnilega þannig að mamma, pabbi og bæði settin af öfunum og ömmunum vilja að ég fái alltaf hátt í öllu en ég er bara búin að vera ef ég á að ná einhverju prófi því ég er í sérkenslu og hjá sérkennara þegar ég tek þau vegna stafsetningarörðugleika.
En svo er líka það vandamál sem er að gera mig bjrálaða. Það er að amma mín vill endilega halda það að ég feti í fótstpor móður minnar og eignist barn 17.(Hún eignaðist mig þá) En það er það sem ég mun ekki gera því ég veit að þá er lífið ónít.
En af hverju töndlast foreldrar á þessu? Vita þau ekki að allir krakkar hata þetta. Ég meina það endalaust blaður um einkanirnar og allt hitt getur gert hvert barn brjálað.
Mig langar þess vegna endilega að vita af hverju foreldrar tala svona mikið um þetta því mig langar að skilja þetta og mig langar að vita hvernig ég fæ þau til að hætta að röfla um þetta. Eins og þegar ég kem með einkanirnar heim og mamma fær að heira þær segir hún alltaf:,,Þú getur nú gert betur en þetta." Það er alltaf eins og hún sé óánægð.
Svo er föðuramma mín síröflandi um hvernig börnin verða til. Ég var 8 þegar hún birjaði og vissi allt um getnaðarvarnir, kinlíf, hvernig börninn verða til, allt um blæðingar, kynsjúkdóma og hvernig legið virkar. Ég lærði þetta svo í skólanum en ég hef ekki áhuga á að fá fyrirlestur minst einu sinni í mánuði.
Ég er bara að fara að fermast. Svo ef þið getið hjálpað mér við að fá þau til að hætta að setja út á einkanirnar og að fá hana til að hætta að röfla þá endilega hjálpið mér.