Ég vona innilega að þessi grein verði samþykkt af því að mig vantar hjálp…
Það er þannig að mamma mín og pabbi eru skilin, eða réttara sagt þau voru aldrei saman, ég var svona slysabarn(gaman að vita það)
En mamma mín og pabbi eru bæði gift núna, pabbi minn gifti sig fyrir 3 árum en mamma mín fyrir 8 árum held ég.
En það er þannig að maðurinn sem hún hefur verið gift svona lengi sættir sig alls ekki við mig. Það er eins og að hann haldi að ég sé bara gestur á heimilinu mínu og eigi ekki skilið að fá það sama og aðrir. Þess má geta að mamma og ,við skulum kalla hann Jóa, eiga 2 önnur börn.
Hann er þvílíkt á móti mér og það er eins og að hvað sem ég geri þá er það aldrei nóg. Ég er skotmarkið hans, þegar hann er pirraður eða eitthvað þá lætur Jói það bitna á mér, ekki getur hann rifist við mömmu, og ekki sín eigin börn heldur er það alltaf ég sem verð fyrir.
“Geturu ekki verið annars staðar” “Farðu upp í herbergið þitt” “Þú ert alltaf fyrir” Það er virkilega sárt að heyra svona á hverjum degi. Og bara í gær þá sagði hann þetta þegar ég var í stofunni að lesa..“Stofan er fjölskyldu staðurinn, þú getur verið uppi í herberginu þínu” Það er alltaf eitthvað svona, ég hef aldrei heyrt neitt gott frá honum og þá meina ég ALDREI…
Ég gæti sagt ykkur hundrað sögur af því þegar hann skammaði mig fyrir að fá mér mjólk að drekka, þegar hann sló mig við matarborðið af því að ég sagði að mér fynndist fiskur ekki góður, þegar hann skammaði mig fyrir að fá mér brauð og svo framvegis en það tæki alltof langan tíma. Þessvegna læt ég þetta duga og vona að einhver geti hjálpað mér…
Kv, Gelgjan
go on just say it.. you need me like a bad habit.