netmyndavél hjá dagmóður Ég hef verið að velta þessu fyrir mér með dagmæður. Sérstaklega eftir atvikið í Kópavoginum þar sem barn var “hrist til dauða” eða þannig. Í kjölfar þess hefur vantraust í garð dagmæðra aukist og algengara er að foreldrar leiti fyrir sér hjá einkareknum leikskólum sem taka inn kornabörn, sem sagt sama aldur og hjá dagmæðrum.

Ég hef ekkert mikið á móti þeim í sjálfu sér. Á þessum leikskólum hef ég heyrt um að séu 3-4 starfsmenn með hátt í 20 börn undir 2ja ára, sem mér finst persónulega vera svolítið geggjað, sérstaklega þar sem litlum börnum líður best í ró.

Eðlilega er manni kanski rórra að vita að barninu sínu hjá fleiri en einum starfsmanni og hver sér eftir hinum. En spurning mín beinist helst til foreldra og er þessi:

Mynduð þið kjósa að láta barnið ykkar í hendurnar á dagmóður sem er með netmyndavélakerfi frekar en annarrar? Eða á svona leikskóla? Kerfi sem gerir ykkur kleift að líta á daglegar venjur hjá barninu ykkar þegar ykkur dettur í hug, í vinnunni eða hvar sem er, hvenær sem er?
Mynduð þið telja að dagmóðir sem veit að hún er undir stöðugu “eftirliti” leggi sig betur í starfið en ella?

Endilega segið mér ykkar álit!

Kveðja,
lightball.