Jæja, hérna er það sem mér finnst.
Ef að þér finnst barnið þitt hafa gert eithvað af sér sem verðskuldi flengingu þá ættiru vitanlega að flengja barnið, þér ber að ala barnið upp eins og þú vilt, ekki láta aðra segja þér fyrir verkum.
En hinsvegar þá verðuru að gera þér grein fyrir afhverju þú ert að flengja barnið, ef þú ert að flengja barnið bara til þess að “hefna þín” á barninu, þá ertu ekki að fara rétt að, ef að barnið brýtur eithvað óvart þá flengiru það ekki.
Hinsvegar, þá er svolítið sem að margir foreldrar (t.d þessir, “ekki flengja barnið, það er ofbeldi” foreldrar) eiga til að gleyma, það er að kenna barninu sínu það að allar gjörðir hafi afleiðingar og er mjög mikilvægt að þú komir barninu fljótt upp á lag með það að ef það gerir eithvað vísvitandi sem að má ekki, eða er bara einfaldlega ljótt, þá hafi það afleiðingar sem geta verið slæmar.
Segjum sem svo að barnið þitt steli frá þér t.d nammi, eða pening. Þú gerir náttúrulega ekkert nema að skamma krakkan þegar þú kemmst að því, segir honum að þetta megi ekki osfrv. En hvað geriru þegar barnið gerir þetta aftur ? Þetta er farið að verða ávanai, barnið fattar að það gerist ekkert fyrir það þó að það komist upp um þetta og heldur því náttúrulega áfram. Hér, væri kanski ekki svo vitlaust að flengja barnið, kenna því að hlutir eins og að stela eru mjög slæmir og þeir sem gera svoleiðis eru slæmir líka.
Ég veit að það er leiðinlegt að þurfa að meiða barnið sitt en þetta virkar, alveg eins og maður slær á nefið á hundinum sínum þegar að hann gerir eithvað.
Sumir samt vilja nota aðrar aðferðir, og ef þær virka þá er það náttúrulega mjög sniðugt. Hlutir eins og straff og svoleiðis sem krefjast ekki “ofbeldis” geta alveg virkað.
Í lokin vill ég koma því á framfæri að þú ættir ekki að hlusta mjög mikið á fólk sem öskrar að flengingar séu ofbeldi, það er enginn að biðja þig um að ganga í skrokk á krakkanum þínum.
“Ef að þér finnst barnið þitt hafa gert eithvað af sér sem verðskuldi flengingu þá ættiru vitanlega að flengja barnið, þér ber að ala barnið upp eins og þú vilt, ekki láta aðra segja þér fyrir verkum.”
Svo lengi sem flengingin er ekki brútal þá höfum við hin ekkert um það að segja, en ef hún gengur of langt má Barnaverndarnefnd grípa inn í.
Í þessari grein er greinarhöfundur ekki að tilkynna okkur um það að hún sé búin að ákveða að flengja barnið sitt heldur er hún að spyrja okkur hvort það sé gott ráð til að aga krakkann, og við erum að svara því. Ég til dæmis svara því á þá leið að líkamleg refsing sé af hinu alvonda. Er ekki annars eitt það mikilvægasta sem börn eiga að læra að það megi ekki berja minni máttar? Hvernig á foreldri sem refsar barninu með flengingum að koma um leið þeim boðskap til barnsins að það að berja minni máttar sé slæmur hlutur?
“Hinsvegar, þá er svolítið sem að margir foreldrar (t.d þessir, ”ekki flengja barnið, það er ofbeldi“ foreldrar) eiga til að gleyma, það er að kenna barninu sínu það að allar gjörðir hafi afleiðingar og er mjög mikilvægt að þú komir barninu fljótt upp á lag með það að ef það gerir eithvað vísvitandi sem að má ekki, eða er bara einfaldlega ljótt, þá hafi það afleiðingar sem geta verið slæmar.”
Þér finnast greinilega flengingar ekki vera ofbeldi og ég ætla ekki að rökræða það við þig. En það er óþarfi að stilla þessu upp á þann veg að flengingar séu eina úrræðið ef það á að refsa barninu. Því það eru til aðrar leiðir til að koma barninu í skilning um að það sem það hefur gert sé ekki vel liðið og megi ekki gerast aftur. Þú nefndir straff sem dæmi og ég bæti við skammarkrók, neita því um sælgæti eða eitthvað annað sem það vill, láta það vinna fyrir því sem það stal, láta það biðja hlutaðeigendur formlega afsökunar og margt fleira.
Það að flengja ekki barnið sitt þýðir ekki það sama og það að hafa engan aga á því.
“Ég veit að það er leiðinlegt að þurfa að meiða barnið sitt en þetta virkar, alveg eins og maður slær á nefið á hundinum sínum þegar að hann gerir eithvað.”
Það þarf enginn að meiða barnið sitt, fólk velur flengingar af því að það heldur að það sé rétta leiðin til að veita því aðhald. Og jú vissulega virka þær til að aftra barninu frá því að gera skammarstrik, en í allt of mörgum tilfellum er um óttablandinn aga að ræða, og gefur barninu þá hugmynd að ofbeldi (já ég kalla flengingar ofbeldi) sé eðlilegur partur í samskiptum fólks ef útaf bregður.
0
Fyndið hvernig þú segir að ég hafi sagt að flengingar séu eina úrræðið þegar í svari mína stóð sérstaklega að það væru aðrar leiðir sem virkuðu.
0
Jæja það var ekki rétt sagt hjá mér, en mér finnst bara eins og margir sem eru hlynntir flengingum gefi í skyn að það að flengja börnin sín sé besta leiðin til að aga þau.
Ég segi: það virkar sjálfsagt til að aga þau en á mjög slæman hátt.
Það er heldur engin móðursýki að kalla flengingar ofbeldi.
0