Mér finnst börn og gæludýr eiga alveg æðislega saman! sérstaklega eftir að ég sá sprellann minn leika við kött sem vinkona mín á. það var ekkert smá flott! og kettinum var nánast alveg sama hvað kúturinn gerði við hann! toga í skottið og eyrun og svona :) það var bara frábært að sjá hann! svo á líka systir mín stelpu sem er 5 ára núna.. og hún fékk kött þegar hún var 3ja ára eða eikkað svoleiðis.. og hún alveg hamaðist endalaust með kisugreyið (sem var slétt sama) og það var frábært! hún setti hann í dúkkuvagn og keyrði hann um allt og svæfði hann og bara eins og þetta væri litla barnið sitt :) það var ekkert smá flott sko.. mér finnst endilega að fólk sem á barn eða börn eigi að fá sér t.d. kött. ég væri löngu búin að því ef ég ætti mína íbúð og solis, múttu minni er bara frekar illa við þá :) það er bara hrein snilld að sjá börn leika sér við ketti og hunda og svoleiðis.. samt segja sumir sko að það sé eitthvað hættulegt að hafa kött hjá litlu barni og eitthvað bla bla, en það gerir þeim bara gott! styrkir ónæmiskerfið og alles :) ég allavega ætla að fá mér kisu alveg um leið og ég get! ekki spurning :)
Kveðja
GIZ