Fyrir c.a. 9 mánuðum síðan datt mér alls ekki í hug að mér ætti eftir að þykja svona vænt um hana, ég þoldi ekki að mamma ætti von á barni, held að það hafi bara verið gelgjan í mér, að minnst kosti elska ég þetta barn.
Hún kom í heiminn 31. oktomber, 9 merkur og 49 cm. Fæðingin gekk mjög vel, og öll fjölskyldan mjög hamingjusöm. Held að ég hafi aldrei séð mömmu brosa jafnbreitt, mér þótti ægilega vænt um alla á þessari stundu.
Ég, pabbi minn og tvær yngri systur mínar fórum strax í smáralindina að kaupa það sem átti eftir að kaupa, og í fyrradag þegar mamma mín kom heim þá vorum við búin að gera allt tilbúið.
Núna höfum við ákveðið nafn á litlu dömuna og mamma ákvað að segja öllum nafnið strax því að það voru of margir farnir að kalla hana Andreu litlu en hún átti ekki að heita það, og hún sagði frá nafninu þannig að Andrea myndi ekki festast við hana.
Þetta er hugsanlega fallegasta barn sem ég hef séð, það er algjörlega gallalaust.
En hver veit hve lengi við munum fá að vera saman, því það er aðeins eitt sem er öruggt í lífinu; lífið og dauðinn!
Og það eru engin lög né reglur um að það þurfi allir að fá að vera fullorðnir, t.d. var ég að flétta í gegnum DV um daginn og sá að 8 ára drengur hafi látist í umferðaslysi, sem er afskaplega sorglegt, en svona er þetta….
En ég veit að þetta sé afskaplega ruglandi grein en það er því að ég er í hálfgerðri “Sigurvímu”!!!
-Það er ljótt fólk sem heldur fram að fegurðin komi innan frá