Þannig er mál með vexti að ég á enga vini nema köttinn minn og hestinn minn. Reyndar átti ég vini alveg þangað til í 7. bekk í grunnskóla en þá allt í einu vildu ansi fáir tala við mig. Alla vegan, mig langar til þess að koma með smá reynslusögu.
Ég veit ekki alveg hvað gerðist en allt í einu í 7. bekk hættu vinir mínir að tala við mig, ég hef ekki hugmynd um af hverju en svoleiðis var það allavegan. Vinkonur mínar fóru að vera frekar leiðinlegar við mig en svo jókst það alltaf meira og meira, og á endanum var það komið út í hálfgert einelti. Ég var komin niður í þvílíkt þunglyndi á þessum tíma vegna andlegs eineltis.
Ég ákvað bara að hætta að tala við þær allar en það reyndist mjög erfitt því að þetta voru einu vinir mínir. Ég var alltaf með þeim öðru hvoru en þær voru samt alltaf jafn leiðinlegar við mig. Að lokum í 10. bekk ákváðu þær að taka sig saman og losa sig endanlega við mig… Þær komu af stað mjög leiðinlegum og ósönnum sögum um mig og einn kennara í skólanum mínum. Málið endaði í fucki hjá barnó ég gekk á milli geðlækna og sálfræðinga og kennarinn var rekinn úr skólanum þó svo að búið sé að fella málið niður.
Á meðan á öllu þessu stóð var ég lögð í einelti af nemendum og kennurum í skólanum og þá sérstaklega aðstoðarskólastjóranum sem kenni okkur einn tíma í viku. Hún var alveg ótrúlega leiðinleg og vond við mig og gerði grín að mér fyrir framan krakkana í bekknum sem hlógu bara. Kennarinn sem sögurnar voru líka um, var líka lagður í einelti en bara að nokkrum öðrum kennurum. Ég er ekki að ljúga einu einasta orði hérna í þessari grein.
Þetta mál endaði allt saman ömurlega, allt þessum leiðindastelpum að kenna.
En allavegan þá er ég komin í 1. bekk í menntó núna og allt er farið að ganga ágætlega hjá mér aftur, en mér gengur mjög illa að eignast vini og ég sé ekki fram á að það muni gerast á næstunni. En málið er að þessar stelpur sem ég var að tala um eru enn að leggja mig í einelti og núna síðast um daginn…
Það er eins og þær vilji ekki losna við mig því að þeim finnst gaman að vera vondar við mig ! Ég bý mjög nálægt þeim öllum og ég hitti þær mjög oft þegar ég fer út í sjoppu eða eitthvað svoleiðis, þá gera þær bara grín að mér og segja eitthvað leiðinlegt við mig og mér líður alltaf mjög illa því að ég tek þessu alltaf nærri mér.
Það veit engin af þessu í fjölskyldunni minni og ég hef engann áhuga á því að segja henni frá þessu einelti öllu saman, því að ég segist mjög oft vera að fara til þeirra en fer bara eitthver út að labba eða fer á einhvern afskekktan stað og græt alveg endalaust.
Mig langar til þess að fá einhver ráð hjá ykkur kæru hugarar, um hvað sé best að gera í sambandi við þetta einelti allt saman… Og hvað finnst ykkur um einelti frá kennurum ???? Ég er alveg viss um að ég gæti kært alla kennarana fyrir þetta ! En ég myndi aldrei gera það…
Hjálp !