Um daginn fór ég á fund í skólanum með sálfræðingi. Hann var að tala við okkur krakkana og foreldra okkar um margt, meðal annars fordóma gegn unglingum. Hann sagði okkur meðal annars það að margt fullorðið fólk lítur á alla unglinga sem vandræði. En þetta er ekki satt ,,Unglingar eru eins misjafnir og þeir eru margir\“ sagði maðurinn okkur og þetta finnst mér vera satt.

Margt fullorðið fólk heldur að allir eða flestir unglingar séu stelsjúkir, drekki, reykji, dópi,læri aldrei heima og séu foreldrum sínum erfiðir.

Ég veit að margir unglingar standa sig ekki alveg í öllu en þetta á alls ekki við um alla. Sumir standa sig vel í námi, eru metnaðarfullir, Hjálpa mikið til heima og eru ekki ekki í neinu rugli. Ég er t.d í skóla þar sem bara þrír reykja í allri unglingadeildinni (ég veit að það er of mikið en treystið mér, þetta er ekki algengt).

Nú ætla ég að segja ykkur frá minni reynslu af því að vera unglingur.

Oft þegar maður labbar inn í búðir er staðið yfir manni allan tímann hvort sem maður er að máta eða bara skoða og það kemur næstumþví aldrei fyrir að afgreiðslufólk er almennilegt við mann.


T.d. einu sinni var vinkona mín að fara að halda afmælið sitt, köllum hana X, ég var búin að kaupa gjöf en ég og önnur vinkona mín sem við köllum Y langaði til að kaupa smá meira handa henni þannig að við fórum inn í apótek og ætluðum að reyna að finna einhvað smáræði til að kaupa með gjöfinni t.d. gloss. Við vorum rétt komnar inn þegar afgreiðslukonan segir við okkur ,,Stelpur, þið ætlið ekki að kaupa neitt hvort sem er, viljiði ekki bara vera úti\” við sögðum við konuna að við ætluðum víst að kaupa einhvað, vinkona okkar ætti afmæli og við ætluðum að kaupa einhvað með gjöfinni.
Þá segir konan : ,,Fyrst svo er, get ég þá einhvað aðstoðað?\" Við neituðum og sögðum að við værum bara að litast um eftir einhverju en konan þóttist ekki heyra í okkur og gekk að okkur og spurði hversu mikinn pening við værum með, Y sagði að hún væri með 700 og ég 700. Þá byrjar konan að segja okkur hvað við getum keypt fyrir þann pening og sýndi okkur hluti sem við höfðum engann áhuga á og við sögðum að við vildum frekar bara skoða sjálfar.
Konan segjir alltílagi og hætti að aðstoða okkur, en eftir þetta stóð hún yfir okkur allann tímann og elti okkur útum allt.
Að lokum fóru ég og Y út án þess að kaupa neitt, því við gátum ekkert talað saman eða neitt fyrir konunni, og okkur þótti þetta líka bara svo mikill dónaskpur.

Ég vil taka það fram að ég hef aldrei stolið neinu, og er ekki í neinu rugli.