Ofvirkni
Komiði sæl.
Mér datt í hug að tala um mína reynslu að ofvirkni,nú hef ég unnið með börnum sem hafa þetta að lifa við og bera á baki sér.Nú hef ég verið að styðja krakka inní bekkjum frá 8 til 12 ára,þetta er reynandi að taka þetta að sér en gefur mikið til baka þegar starfið er tekið í heild sína.
Nokkur atriði sem ég hef rekist á varðandi að skilja fljótfærni og að sumir þessara krakka hafa fengið sama hlutverk innan fjölskyldunnar og heldur þeim í sama vítahringnum þó svo að árangur innan skólans náist gæti það haldið aftur að þeim þegar þau koma heim.
Samvinna skóla og heimilis er þarna mikilvæg og notast ég við umbunarkerfi sem er í samvinnu við heimilið.
Góð hegðun í skólanum sem slæm er tekin niður í enda hvers dags með barninu,kennaranum og þeim sem styður barnið í skólanum.Farið er yfir daginn og sér barnið þegar einkunn er gefin um stundvísi,framkomu,tilitssemi,hvort eitthvað vantaði af námsefni eða að öll heimavinna sé búin.Svo er talað við alla aðila um hvað gekk á að deginum og einkunn gefin í samræmi við það.
Svo ef vel er staðið að þessu er hægt að samræma þetta inní foreldraviðtöl svo þeir sjái hvernig gengið hefur.Þá er svo hægt að setja markmið með ákveðið mörgum dögum með verðlaunum sem barnið veit það getur stefnt á og hefur þetta mikla hvöt fyrir góða hegðun og líka hægt að nýta sem hindrun á frekari slæma hegðun ef stefnir í það.Barnið veit að það eitt getur fengið eða misst af þessu sem talað er um sem verðlaun,Í fyrra tildæmis var farið á quiznos og borðað þar eftir skóla af mestu lyst við strákarnir(vorum 3 saman)
Svo er oft sem þolinmæðin lætur sjá sig þegar próf eru tekin og þá er gott að taka bara tómt blað(A4) og láta yfir annan hlutann yfir aðra prófsíðuna til að barnið einbeiti sér að einu blaði í einu.
Ég hef stundum notast við þetta tóma blað ansi oft til að einangra spurningar og hjálpar þetta mikið að eyða burt óþolinmæði.
Sumir krakkar þurfa svokallað “Time out” þá er barnið tekið og haft það í einrúmi þegar þörf er á ró og næði.Hef ég notast við þetta af og til en reynt að sýna framá hvar mörkin liggja á þolinmæði þess sem ég hef unnið með.
Gott er að sýna strax framá hver ræður því sum börn eru mjög stjórnsöm og snjöll í að athuga hve langt þau komast.Ég vona að ég hafi komið þessu skiljanlega frá mér.
Með kveðju - Marcinko