Ég var að horfa á Dr. Phil á Skjáeinum í gær og þangað koma
foreldrar með annaðhvort lítilvæg vandamál (sem maður gæti
vel leyst sjálfur) og stór vandamál.
Í gær kom ofboðslega sjálfselsk kona!!!! Ég var bara
hneksluð. Hún valdi það fyrir mörgum árum að verða ólétt, en
sá svo eftir því og hugleiddi að láta ættleiða það eða láta eyða
fóstrinu. Mamma hennar var mikið á móti því og krafðist þess
að hún myndi eiga barnið sjálf.
Þessari konu fannst hún ekki eiga neitt líf lengur og fannst
hún geta gert svo lítið fyrir sjálfa sig með börn. Gat ekki farið
út að skemmta sér eða neitt. Hún entist ekki með pöbbum
barnanna. En það sem ég var stórhneyksluð á, var að hún lét
börnin vita af því að þau væru stór mistök í lífi hennar, að hún
hefði viljað láta ættleiða þau því hún gæti ekki notið lífsins
eins og áður!!!!!! Þau fengu þessa höfnun stöðugt í gegnum
árin. Ef þau voru eitthvað að trufla hana, hreytti hún því útúr
sér að hún vildi að hún hefði ekki haldið þeim og þau væru
fyrir henni og algjör mistök í lífi hennar!!!!! Þetta skil ég ekki!
Börn eru yndisleg!!!!!!!! Það er eitthvað meira en mikið að
þessari kellingu, algjört egó!
Dr. Phil sagði eða gaf í skyn að eins og hún sagði frá sjálfri
sér, þá var lífið ekkert betra áður en hún átti börnin, hún notar
þau bara sem vopn og kennir þeim um allt. Hún er bara bitur
egókelling!
Það komu önnur hjón þar sem konan var grátandi yfir því að
maðurinn hennar vildi ekki að hún ynni úti, væri bara heima
með börnunum. Ef börnin voru leiðinleg, hringdi hún í hann
og hann kom heim úr vinnu eins fljótt og hann gat. Réð hún
ekkert við þau? Eða er þetta svona? (Nú á ég engin börn
sjálf).
Önnur kona, samt ekki í þættinum í gær, forðaðist að vera
heima, þannig að börnin áttu bara líf með pabbanum.
Mamman var að vinna á nokkrum vinnustöðum og kom lítið
heim. Þetta gæti ekki verið meira sviðsett: Þarna var pabbinn,
og myndavélin stöðugt á honum og börnunum og það var
beðið eftir að börnin segðu: Hvenær kemur mamma
heim(þau voru greinilega beðin um að segja þetta svo
áhorfendur Dr. Phils gætu sett upp samúðarsvipinn sinn eins
og þeir væru í þættinum hjá Opruh. svona:“Awwww, greyin” og
svo einhver grenjandi út í sal vegna samúðar.
Þetta gæti ekki verið amerískara! Ég held að stærsti hluti
Ameríkana gangi til geðlæknis útaf smámunum!