Hæhæ allir foreldrar hérna á huga. Ég er 22 ára yngsta BARN foreldra minna … já ég skrifa BARN með stórum stöfum því það er þannig sem komið er fram við mig. Ég bý ennþá heima hjá mömmu og pabba, er í framhaldsskóla og á 2 ár eftir, hef leyft mér ýmisslegt eins og að sleppa ári úr skóla til að ferðast. Núna á þessari önn er ég búin að vera í skólanum einungis af hræðslu við foreldra mína, hrædd um að þau verði fyrir vonbrigðum með mig ef ég dett út - aftur - og í þetta skipti fyrir lélega mætingu og einkannir. Reyndar hef ég alltaf klárað lokaprófin með góðri einkunn en í þetta skiptið er ég að detta út á miðri önn. Öll systkini mín hafa klárað eitthvert nám, stúdent eða iðnnám. Málið er bara það með mig að mig langar ekki til að klára stúdentinn. Ég bý út á landi og er búin að finna nám í Reykjavík, sem þarf ekki stúdentspróf í. Mig langar rosalega til að fara í það nám en fæ ENGAN stuðning hvorki frá foreldrum né systkinum. Það er rosalega dýrt að flytja utan að landi í höfuðborgina á leigumarkað og ef ég fer að vinna til að safna fyrir náminu er ég svo hrædd um að mamma og pabbi biðji mig að flytja að heiman. Ég veit ekki hvað ég á að gera, ég er ekki búin að ná einu einasta prófi á þessari önn og er komin niður í þunglyndi (ekki sjálfsmorðshugsanir heldur það að ég sé ómöguleg, geti ekkert og sé bara einskis virði). Ég vil taka það samt fram að foreldrar mínir styðja mig 100% til náms …. bara ekki þess náms sem mig langar til að taka. HVAÐ Á ÉG AÐ GERA ??? Það hljómar eflaust heimskulega að 22 ára fullorðin manneskja sé að koma með spurningu þar sem ég ætti að vera farin að stjórna eigin lífi - ég bara vil fá stuðning og jákvæðni frá foreldrum mínum í minn garð, mér finnst ég vera ómöguleg og ekkert geta gert neitt rétt. Alveg sama hvað ég geri… það er aldrei nógu gott :´(
Með von um góð ráð Nala
p.s. þeir sem ætla að segja að foreldrar mínir séu slæmir geta sleppt því að svara greininni, ég vil engin skítskot á fjölskyldu mína heldur einungis heilbrigð ráð um það hvernig ég get dregið mig uppúr þunglyndinu og í nám sem mig langar í.